Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   fim 14. nóvember 2024 07:30
Elvar Geir Magnússon
Spáni
Sverrir Ingi klár í slaginn: Við verðum ferskir á laugardaginn
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er hörkuleikur framundan og við mætum fínu liði sem hefur spilað betur og betur síðan við mættum þeim síðast," segir varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason um komandi landsleik gegn Svartfjallalandi. Hann býst við virkilega erfiðum útileik.

Sverrir er algjör lykilmaður í vörn íslenska liðsins en hefur misst af leikjum vegna meiðsla, hvernig er skrokkurinn fyrir komandi leiki?

„Ég er bara fínn, ég er búinn að spila mikið af leikjum svo maður er að reyna að tjasla sér saman á milli leikja. Það er ekkert meiriháttar. Við verðum ferskir á laugardaginn."

Sverrir leikur með Panathinaikos en liðið vann síðasta leik sinn fyrir landsleikjagluggann og komst í pakkann í titilbaráttunni. Liðið er tveimur stigum frá toppnum en krafa stuðningsmanna er að það sé að berjast um titilinn.

Í viðtalinu, sem er í sjónvarpinu hér að ofan, ræðir Sverrir nánar um gríska boltann og endurkomu hans þangað.

Ef Ísland vinnur Svartfjallaland og Wales vinnur ekki Tyrkland á sama tíma þá verður leikur Wales og Íslands í Cardiff á þriðjudag úrslitaleikur um annað sæti riðilsins. Ef Ísland gerir jafntefli á laugardag og Wales tapar verður leikurinn á þriðjudag líka úrslitaleikur.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir