Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
   fim 14. nóvember 2024 07:30
Elvar Geir Magnússon
Spáni
Sverrir Ingi klár í slaginn: Við verðum ferskir á laugardaginn
Icelandair
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er hörkuleikur framundan og við mætum fínu liði sem hefur spilað betur og betur síðan við mættum þeim síðast," segir varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason um komandi landsleik gegn Svartfjallalandi. Hann býst við virkilega erfiðum útileik.

Sverrir er algjör lykilmaður í vörn íslenska liðsins en hefur misst af leikjum vegna meiðsla, hvernig er skrokkurinn fyrir komandi leiki?

„Ég er bara fínn, ég er búinn að spila mikið af leikjum svo maður er að reyna að tjasla sér saman á milli leikja. Það er ekkert meiriháttar. Við verðum ferskir á laugardaginn."

Sverrir leikur með Panathinaikos en liðið vann síðasta leik sinn fyrir landsleikjagluggann og komst í pakkann í titilbaráttunni. Liðið er tveimur stigum frá toppnum en krafa stuðningsmanna er að það sé að berjast um titilinn.

Í viðtalinu, sem er í sjónvarpinu hér að ofan, ræðir Sverrir nánar um gríska boltann og endurkomu hans þangað.

Ef Ísland vinnur Svartfjallaland og Wales vinnur ekki Tyrkland á sama tíma þá verður leikur Wales og Íslands í Cardiff á þriðjudag úrslitaleikur um annað sæti riðilsins. Ef Ísland gerir jafntefli á laugardag og Wales tapar verður leikurinn á þriðjudag líka úrslitaleikur.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner