Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
   fim 14. nóvember 2024 07:30
Elvar Geir Magnússon
Spáni
Sverrir Ingi klár í slaginn: Við verðum ferskir á laugardaginn
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er hörkuleikur framundan og við mætum fínu liði sem hefur spilað betur og betur síðan við mættum þeim síðast," segir varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason um komandi landsleik gegn Svartfjallalandi. Hann býst við virkilega erfiðum útileik.

Sverrir er algjör lykilmaður í vörn íslenska liðsins en hefur misst af leikjum vegna meiðsla, hvernig er skrokkurinn fyrir komandi leiki?

„Ég er bara fínn, ég er búinn að spila mikið af leikjum svo maður er að reyna að tjasla sér saman á milli leikja. Það er ekkert meiriháttar. Við verðum ferskir á laugardaginn."

Sverrir leikur með Panathinaikos en liðið vann síðasta leik sinn fyrir landsleikjagluggann og komst í pakkann í titilbaráttunni. Liðið er tveimur stigum frá toppnum en krafa stuðningsmanna er að það sé að berjast um titilinn.

Í viðtalinu, sem er í sjónvarpinu hér að ofan, ræðir Sverrir nánar um gríska boltann og endurkomu hans þangað.

Ef Ísland vinnur Svartfjallaland og Wales vinnur ekki Tyrkland á sama tíma þá verður leikur Wales og Íslands í Cardiff á þriðjudag úrslitaleikur um annað sæti riðilsins. Ef Ísland gerir jafntefli á laugardag og Wales tapar verður leikurinn á þriðjudag líka úrslitaleikur.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir