Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 14. desember 2019 13:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool fylgst með Minamino frá því hann spilaði með Forlan
Takumi Minamino.
Takumi Minamino.
Mynd: Getty Images
Minamino er á leið til Liverpool.
Minamino er á leið til Liverpool.
Mynd: Getty Images
Takumi Minamino, fjölhæfum miðjumanni Salzburg, í Austurríki hefur lengi dreymt um að reyna fyrir sér á Englandi.

„Ég myndi elska að spila þar (í ensku úrvalsdeildinni)," sagði hann eftir sigur Salzburg á Celtic í Evrópudeildinni í desember á síðasta ári. „Það er ein af þeim deildum sem ég hef fylgst með frá því ég var mjög ungur og það er deildin þar sem allir bestu leikmennirnir spila."

Núna, ári síðar, er Minamino við það að láta drauminn rætast. Þessi 24 ára gamli Japani er að ganga í raðir Liverpool fyrir rúmlega 7 milljónir punda.

Nema eitthvað mikið gerist, þá mun hann skrifa undir fimm ára samning við topplið ensku úrvalsdeildarinnar þegar janúarglugginn opnar, þann 1. janúar.

James Pearce, sem skrifar um Liverpool fyrir The Athletic, segir að Minamino hafi lengi verið undir smásjá Liverpool.

Hann segir að leikmenn Liverpool hafi talað mikið um Minamino eftir leik Salzburg og Liverpool í Meistaradeildinni á þriðjudag, leik sem Liverpool vann 2-0. „Hann myndi henta okkur mjög vel," voru skilaboðin sem Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, fékk á leiðinni aftur til Liverpool.

Það sem leikmennrnir vissu ekki voru að viðræður voru langt komnar.

Liverpool hefur vitað af honum frá því hann var valinn nýliði ársins heima fyrir í Japan árið 2013. Liverpool hélt áfram að fylgjast með honum eftir að Salzburg keypti hann á 750 þúsund pund árið 2015.

Hann kom upp í gegnum unglingalið Cerezo Osaka í Japan. Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið 17 ára gamall og hjá félaginu spilaði hann með Diego Forlan, fyrrum framherja Manchester United.

Minamino verður fyrsti Asíubúinn til að spila fyrir Liverpool, en hann mun væntanlega hjálpa við að minnka álagið á Sadio Mane, Mohamed Salah og Roberto Firmino.

Á þessu tímabili hefur hann skorað níu mörk og lagt upp 11 í 22 leikjum, þar á meðal skoraði hann á Anfield í 4-3 tapi og lagði einnig upp fyrir Erling Haaland.

Hérna er hægt að lesa grein James Pearce í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner