Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 14. desember 2019 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Özil gagnrýnir múslima vegna ofsókna - Arsenal heldur sig í fjarlægð
Mynd: Getty Images
Mesut Özil, leikmaður Arsenal, tjáði sig á Instagram um ofsóknir kínverska ríkisins gagnvart Uighur þjóðflokkinum í norðvestur-hluta Xinjiang svæðisins og gangrýndi múslima fyrir að gera ekki meira í ofsóknunum.

Félag Özil, Arsenal, heldur sig eins fjarri þessum ummælum og mögulegt er. Í tilkynningu frá félaginu segir að félagið vilji ekki tjá sig um pólítik. Arsenal sendi fram tilkynningu á Weibo, stærsta samfélagsmiðli Kína, til að lágmarka þann skaða sem Özil gæti haft á ímynd félagsins í augu kínverja.

Um 10 milljónir Uighur meðlima búa í Xinjiang og yfir milljón þeirra hefur verið haldið í fangabúðum undanfarin ár.

Özil var kominn með nóg af aðgerðaleysi í málinu en hann vill að múslimar geri eitthvað í vandanum.

Í færslu Özil segir m.a.: „Múslimar eru þöglir þegar kemur að þessum brotum Kínverja, þeir vilja ekkert segja. Þeir hafa yfirgefið Uighur fólkið. Vita þeir ekki að það að gefa samþykki fyrir ofsóknum eru ofsóknir?"

Ef þú hefur frekari áhuga á málinu getur þú, lesandi, lesið meira um málið á The Guardian.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner