Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   þri 15. janúar 2019 19:37
Magnús Már Einarsson
Doha
Erik Hamren: Davíð var virkilega góður
Áskorun fyrir Birki að spila engan keppnisleik fram að næsta verkefni
Icelandair
Hamren í Doha í kvöld.
Hamren í Doha í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Fyrirliðinn Birkir Már Sævarsson leiðir liðið út á völlinn í kvöld. Hamren segir áskorun fyrir hann því hann spilar engan keppnisleik fram að næsta verkefni.
Fyrirliðinn Birkir Már Sævarsson leiðir liðið út á völlinn í kvöld. Hamren segir áskorun fyrir hann því hann spilar engan keppnisleik fram að næsta verkefni.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Davíð Kristján í leiknum.
Davíð Kristján í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Því miður náðum við ekki að landa sigri í dag. Við vörðumst vel í fyrri hálfleik og þeir sköpuðu sér engin færi en við fengum bara eitt færi ef ég man rétt," sagði Erik Hamren landsliðsþjálfari Íslands eftir marklaust jafntefli við Eistland í vináttulandsleik í Katar í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  0 Eistland

„Í seinni hálfleik var sóknin betri og við hefðum átt að skora, til dæmis eftir eina hornspyrnu og líka eftir góðar sóknir. Vörnin hélt áfram að vera góð og þeir sköpuðu bara eitt færi ef ég man rétt. Frammistaðan var fín en við þurfum að vera beittari þegar við fáum færi. Við vinnum í því en þetta var í fyrsta sinn sem við höldum hreinu. Auðvitað viljum við samt vinna."

Við spurðum Hamren næst hvort hann gæti nefnt einstaka leikmenn sem heilluðu hann í kvöld og hann talaði sérstaklega um Davíð Kristján Ólafsson, Hjört Hermannsson og Kolbein Finnsson.

„Eins og ég sagði eftir síðasta leik þá þekki ég suma leikmennina ekki svo vel en mér fannst Davíð heilla mig á æfingum og í leiknum líka. Ég þekki Hjört betur og hann var virkilega góður núna eins og í leiknum gegn Svíum. Davíð var virkilega góður og svo er Kolbeinn ungur efnilegur leikmaður sem mun reynast Íslandi vel í framtíðinni."

Ísland hefur verið í 10 daga í Katar við æfingar og mætti Svíum líka á föstudaginn. Hópurinn hefur verið að mestum hluta svokallaður B-liðs hópur þó einhverjir leikmenn hafi meiri reynslu með A-liðinu.

„Ég er sáttur með ferðina hingað. Viðhorf leikmanna hefur verið virkilega gott og þeir hafa lagt hart að sér á æfingum og á fundum. Nú þekki ég þessa leikmenn mikið betur því við vorum saman í 10 daga og það er gott."

Næsta verkefni Íslands er í mars þegar við mætum Andorra og Frakklandi ytra í undankeppni EM 2020. Sér Hamren fyrir sér að einhverjir leikmenn úr ferðinni núna komist í þann hóp?

„Já auðvitað. Við erum með Birki Má Sævarsson sem hefur spilað lengi. Hann þarf að stíga upp og það verður áskorun fyrir hann að spila engan keppnisleik fram að því verkefni. Það verður áskorun en hann er áhugaverður kostur," sagði Hamren en Birkir Már spilar með Val hér heima og langt í Íslandsmótið.

„Hjörtur er líka hérna og vill verða í liðinu. Hann á líka í vandræðum hjá Bröndby þar sem hann fær ekki að spila mikið. Þeir verða að fá leiki til að vera í besta forminu fyrir undankeppnina."

„Sjáum hvað gerist svo eru leikmenn sem voru í kringum liðið í haustleikjunum. Samúel spilaði til dæmis ekki mikið með Valerenga og verður að spila. Allir sem eru hérna í hafa sýnt mér rétta hugarfarið sem er gott en ég vona líka að við verðum ekki í svona miklum meiðslavandræðum í undankeppni EM eins og í Þjóðadeildinni. Ég vil hafa alla heila núna."

„,Ég mun heimsækja nokkra leikmenn og horfa á þá spila og ræða við á. Ég hlakka til fyrstu leikjanna gegn Andorra og Frakklandi."

Athugasemdir
banner