Man Utd gerði ekki tilboð í Martínez - Martínez hefur ekki áhuga á að fara til Tyrklands - Bayern vildi Lookman
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
   þri 15. janúar 2019 19:37
Magnús Már Einarsson
Doha
Erik Hamren: Davíð var virkilega góður
Áskorun fyrir Birki að spila engan keppnisleik fram að næsta verkefni
Icelandair
Hamren í Doha í kvöld.
Hamren í Doha í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Fyrirliðinn Birkir Már Sævarsson leiðir liðið út á völlinn í kvöld. Hamren segir áskorun fyrir hann því hann spilar engan keppnisleik fram að næsta verkefni.
Fyrirliðinn Birkir Már Sævarsson leiðir liðið út á völlinn í kvöld. Hamren segir áskorun fyrir hann því hann spilar engan keppnisleik fram að næsta verkefni.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Davíð Kristján í leiknum.
Davíð Kristján í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Því miður náðum við ekki að landa sigri í dag. Við vörðumst vel í fyrri hálfleik og þeir sköpuðu sér engin færi en við fengum bara eitt færi ef ég man rétt," sagði Erik Hamren landsliðsþjálfari Íslands eftir marklaust jafntefli við Eistland í vináttulandsleik í Katar í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  0 Eistland

„Í seinni hálfleik var sóknin betri og við hefðum átt að skora, til dæmis eftir eina hornspyrnu og líka eftir góðar sóknir. Vörnin hélt áfram að vera góð og þeir sköpuðu bara eitt færi ef ég man rétt. Frammistaðan var fín en við þurfum að vera beittari þegar við fáum færi. Við vinnum í því en þetta var í fyrsta sinn sem við höldum hreinu. Auðvitað viljum við samt vinna."

Við spurðum Hamren næst hvort hann gæti nefnt einstaka leikmenn sem heilluðu hann í kvöld og hann talaði sérstaklega um Davíð Kristján Ólafsson, Hjört Hermannsson og Kolbein Finnsson.

„Eins og ég sagði eftir síðasta leik þá þekki ég suma leikmennina ekki svo vel en mér fannst Davíð heilla mig á æfingum og í leiknum líka. Ég þekki Hjört betur og hann var virkilega góður núna eins og í leiknum gegn Svíum. Davíð var virkilega góður og svo er Kolbeinn ungur efnilegur leikmaður sem mun reynast Íslandi vel í framtíðinni."

Ísland hefur verið í 10 daga í Katar við æfingar og mætti Svíum líka á föstudaginn. Hópurinn hefur verið að mestum hluta svokallaður B-liðs hópur þó einhverjir leikmenn hafi meiri reynslu með A-liðinu.

„Ég er sáttur með ferðina hingað. Viðhorf leikmanna hefur verið virkilega gott og þeir hafa lagt hart að sér á æfingum og á fundum. Nú þekki ég þessa leikmenn mikið betur því við vorum saman í 10 daga og það er gott."

Næsta verkefni Íslands er í mars þegar við mætum Andorra og Frakklandi ytra í undankeppni EM 2020. Sér Hamren fyrir sér að einhverjir leikmenn úr ferðinni núna komist í þann hóp?

„Já auðvitað. Við erum með Birki Má Sævarsson sem hefur spilað lengi. Hann þarf að stíga upp og það verður áskorun fyrir hann að spila engan keppnisleik fram að því verkefni. Það verður áskorun en hann er áhugaverður kostur," sagði Hamren en Birkir Már spilar með Val hér heima og langt í Íslandsmótið.

„Hjörtur er líka hérna og vill verða í liðinu. Hann á líka í vandræðum hjá Bröndby þar sem hann fær ekki að spila mikið. Þeir verða að fá leiki til að vera í besta forminu fyrir undankeppnina."

„Sjáum hvað gerist svo eru leikmenn sem voru í kringum liðið í haustleikjunum. Samúel spilaði til dæmis ekki mikið með Valerenga og verður að spila. Allir sem eru hérna í hafa sýnt mér rétta hugarfarið sem er gott en ég vona líka að við verðum ekki í svona miklum meiðslavandræðum í undankeppni EM eins og í Þjóðadeildinni. Ég vil hafa alla heila núna."

„,Ég mun heimsækja nokkra leikmenn og horfa á þá spila og ræða við á. Ég hlakka til fyrstu leikjanna gegn Andorra og Frakklandi."

Athugasemdir
banner