Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 15. janúar 2021 12:57
Magnús Már Einarsson
Hákon krækti í vítaspyrnu með FC Kaupmannahöfn
Mynd: Hulda Margrét
Hákon Arnar Haraldsson krækti í vítaspyrnu í 2-2 jafntefli FC Kaupmannahafnar og Hvidovre í æfingaleik í dag.

Hinn 17 ára gamli Hákon fékk tækifæri í byrjunarliðinu hjá FCK en hann hefur raðað inn mörkum með U19 ára liði félagsins.

Hákon fékk vítaspyrnu eftir 17 mínútur en Kamil Wilczek skoraði úr henni.

Hákon kom til FCK frá ÍA árið 2019 en hann hefur spilað með öllum yngri landsliðum Íslands.

Vetrarfrí er í gangi í dönsku úrvalsdeildinni en keppni hefst þar á ný í byrjun febrúar. Ragnar Sigurðsson spilaði ekki með liðinu í dag.
Athugasemdir
banner
banner