Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 15. janúar 2022 10:59
Brynjar Ingi Erluson
Liðsfélagi Ögmundar laminn af hópi manna fyrir utan heimili sitt
Ruben Semedo í leik með portúgalska landsliðinu
Ruben Semedo í leik með portúgalska landsliðinu
Mynd: EPA
Portúgalski varnarmaðurinn Ruben Semedo varð fyrir fólskulegri líkamárás fyrir utan heimili sitt í Aþenu í gær en gríski fjölmiðillinn Protothema greinir frá þessu.

Semedo á vafasama fortíð í glæpum og sat meðal annars í fangelsi í fimm mánuði fyrir að hafa rænt og pintað mann á heimili sínu á Spáni árið 2018.

Hann játaði verknaðinn og var dæmdur í átta ára útlegð frá Spáni auk þess sem hann þurfti að greiða 46 þúsund evrur í sekt. Nokkrum mánuðum áður hafði hann ógnað fólki með byssu á götum Valencia.

Semedo hefur spilað með Olympiacos síðustu tvö ár en í ágúst á síðasta ári var hann handtekinn sakaður um að hafa tekið þátt í hópnauðgun á 17 ára stúlku í Grikklandi. Hann er laus gegn tryggingu en ekki er búið að dæma í því máli.

Gríski miðillinn Protothema segir nú frá því að þrír hettuklæddir menn hafi ráðist á Semedo og vin hans fyrir utan heimili hans í Aþenu, vopnaðir kylfum.

Mikið blóð var á vettvangi er lögreglan mætti og var leikmaðurinn fluttur á spítala áður en þeir fóru í skýrslutöku á lögreglustöðinni í Aþenu.

Semedo hefur ekkert spilað með Olympiacos síðan í undankeppni Meistaradeildarinnar en hann er samningsbundinn gríska félaginu til 2023. Íslenski markvörðurinn Ögmundur Kristinsson er á mála hjá Olympiacos.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner