Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 15. febrúar 2019 11:38
Elvar Geir Magnússon
Grétar Snær í Víking Ólafsvík (Staðfest)
Grétar hefur spilað 18 leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Grétar hefur spilað 18 leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er nóg að gera á skrifstofunni hjá Víkingi Ólafsvík í dag en liðið hefur fengið til sín miðjumanninn Grétar Snæ Gunnarsson.

Grétar er 22 ára og hefur gert tveggja ára samning.

Hann lék í fyrra undir stjórn Heimis Guðjónssonar hjá HB og er því ríkjandi Færeyjarmeistari.

Hann kemur til Víkinga frá FH en hann lék einn leik með Hafnarfjarðarliðinu í Pepsi-deildinni 2016.

Árið 2017 var hann svo með HK á lánssamningi og lék 20 leiki, og skoraði tvö mörk, í Inkasso-deildinni.

Grétar mun spila sinn fyrsta leik með Víkingum í kvöld þegar liðið mætir Njarðvík í Lengjubikarnum.

Víkingur Ólafsvík hafnaði í fjórða sæti Inkasso-deildarinnar í fyrra en í morgun tilkynnti félagið um samning við breskan leikmann.
Athugasemdir
banner