Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 15. febrúar 2019 10:00
Arnar Helgi Magnússon
Segir De Ligt og Van Dijk verða besta miðvarðapar í heimi
Mynd: Getty Images
Matthijs de Ligt varð í gær yngsti fyrirliði í sögu útsláttarkeppni Meistardeildarinnar þegar Ajax og Real Madrid áttust við.

Fyrra metið átti Cesc Fabregas en hann var 21 árs gamall þegar hann var fyrirliði Arsenal í útsláttarleik í Meistaradeildinni árið 2009.

Þetta er líklega síðasta tímabil De Ligt hjá Ajax. Hann hefur verið orðaður við flest stórlið í Evrópu. Barcelona er líklegast til að landa honum.

Rene van der Gijp, fyrrum leikmaður hollenska landsliðsins, segir að Hollendingar eigi von á góðu með De Ligt og Virgin Van Dijk í vörninni næstu árin.

„Það væri gjörsamlega frábært að hafa þessa tvo í varnarlínunni næstu 5-6 árin."

„Ef að þeir halda báðir áfram á sömu braut þá verður þetta besta miðvarðapar í heiminum í nokkur ár, ekki spurning," sagði Rene van der Gijp.
Athugasemdir
banner
banner
banner