
Það er komið að daglegum slúðurpakka þar sem farið er yfir helsta slúðrið í ensku miðlunum í dag.
Atlletico Madrid í hugar að reyna að næla í Nicolas Jackson framherja Chelsea en Aston Villa og Newcastle hafa líka áhuga á senegalska landsliðsmanninum. (Sun)
PSG hefur áhuga á franska varnarmanninum Ibrahima Konate hjá Liverpool og leikmaðurinn er talinn vera áhugasamur um skipti. (ESPN)
Newcastle er komið í baráttu við Brentford og Brighton um Nidolqw Kuhn framherja Celtic. (Teamtalk)
Man City og Bayern Munchen ætla sér bæði aðnæla í þýska miðjumanninn Florian Wirtz sem leikur með Bayer Leverkusen. (Football Insider)
Chelsea hefur rætt við fulltrúa Barcelona um spænska miðjumanninn Marc Casedo sem er 21 árs gamall. (Cadena SER)
Nico Williams kantmaður spænska landsliðsins og Athletic Bilbao vill fara til Barcelona en Arsenal og Liverpool hafa áhuga. (TBR)
Athugasemdir