Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 15. mars 2020 15:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fabregas: Úr gríðarlegu sjálfstrausti í heimskasta mann jarðar
Þegar Fabregas gaf Caballero ónýtan Range Rover
Cesc Fabregas þurfti að gefa Willy Caballero Range Rover.
Cesc Fabregas þurfti að gefa Willy Caballero Range Rover.
Mynd: Getty Images
Cesc Fabregas, sem leikur nú með Mónakó í frönsku úrvalsdeildinni, hefur tjáð sig um söguna af því þegar hann gaf Willy Caballero, markverði Chelsea, ónýta Range Rover-bifreið.

Marcin Bulka, markvörður Paris Saint-Germain sem var áður fyrr hjá Chelsea, var í áhugaverðu viðtali við pólsku Youtube-rásina Foot Truck á dögunum. Þar lét hann mikið flakka og meðal annars að Fabregas hefði tapað veðmáli við Caballero.

Fabregas, sem er fyrrum miðjumaður Chelsea, skrifar á samfélagsmiðla: „Oft eftir æfingar þá var ég lengur á æfingasvæðinu til að taka vítaspyrnur. Ég gerði alltaf lítil veðmál við markverðina."

„Af einhverri ástæðu þá klúðraði ég eiginlega aldrei. Einn dag þá varð sjálfstraustið of mikið og ég missti tökin. Það var komið að Willy Caballero og ég sagði honum að ef ég myndi klúðra þá myndi ég gefa honum Range Rover. Því miður fyrir mig þá varði hann spyrnuna fyrir framan allt liðið. Þið getið ímyndað ykkur hvernig það var."

„Ég fór úr því að vera með gríðarlegt sjálfstraust í það að vera heimskasti maður jarðar."

„Ég fór á stað þar sem bílar eru settir í brotajárn og fann þar ónýtan Range Rover fyrir 950 pund (160 þúsund íslenskar krónur). Ég tók hann bara," skrifar Fabregas og birtir myndband af því þegar Caballero fékk gjöfina.

Fabregas skrifar svo: „Lexían í þessari sögu er: Aldrei veðja sama hvað gengur á."


Athugasemdir
banner
banner
banner