Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 15. mars 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Vestri og Stjarnan fóru í myllu á Twitter
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan og Vestri áttu að mætast í Lengjubikarnum í gærkvöldi en ekkert varð úr leiknum vegna samkomubanns útaf kórónaveirunni.

Stjórnandi Twitter aðgangs Vestra tók þá upp á því að skora á Stjörnuna í myllu til að bæta upp fyrir fótboltaleikinn aflýsta.

Þetta er í takt við það sem knattspyrnufélög víða um heim hafa verið að gera yfir helgina til að bæta upp fyrir frestaða leiki. Southampton og Manhester City fóru til dæmis í myllu í gær á meðan önnur félög spiluðu leikina með hinum ýmsu gervigreindum.

Stjarnan er búin að svara leik Vestra og verður áhugavert að fylgjast með framhaldinu í fyrramálið.

Bæði lið eru búin með fjóra leiki í bikarnum. Stjarnan er með sjö stig og Vestri sex.








Athugasemdir
banner
banner
banner
banner