Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   mán 15. apríl 2024 12:27
Elvar Geir Magnússon
32-liða úrslit: Valur tekur á móti FH
Valur mætir FH.
Valur mætir FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Nú rétt í þessu var að klárast dráttur í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Einn innbyrðis slagur milli liða í Bestu deildinni er á dagskrá en það er viðureign Vals og FH.

Eitt lið úr 5. deild er enn í keppninni en það er Hafnir sem munu heimsækja 3. deildarlið ÍH.

Ríkjandi bikarmeistar Víkings munu mæta 3. deildarliði Víðis. Víkingur vann bikarkeppnina 2019, 2021, 2022 og svo 2023. Keppnin var ekki kláruð 2020 vegna Covid en Víkingur hefur unnið hana fjórum sinnum í röð.

Leikirnir í 32-liða úrslitum verða spilaðir dagana 24. - 25. apríl.

Drátturinn í 32-liða úrslitin:
Haukar - Vestri
Árbær - Fram
KÁ - KR
ÍBV - Grindavík
Grótta - Þór
ÍH - Hafnir
Valur - FH
Afturelding - Dalvík/Reynir
ÍA - Tindastóll
Þróttur R. - HK
Keflavík - Breiðablik
Höttur/Huginn - Fylkir
Augnablik - Stjarnan
Fjölnir - Selfoss
Víkingur R. - Víðir
KA - ÍR
Athugasemdir
banner
banner
banner