mið 15. maí 2019 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gundogan tilbúinn til að ræða nýjan samning
Mynd: Getty Images
Ilkay Gündogan, miðjumaður Manchester City, er tilbúinn til að setjast niður og ræða nýjan samning við félagið.

Samningur Gündogan rennur út í júní á næsta ári og vilja Englandsmeistararnir annað hvort gera nýjan samning eða selja leikmanninn.

Gündogan var smeykur um að fá ekki nægan spiltíma en að lokum spilaði hann yfir 45 leiki á tímabilinu, þar á meðal alla leiki á lokakaflanum á meðan Fernandinho var frá vegna meiðsla.

Fernandinho er 33 ára og David Silva 34 þannig þeirra tími hjá félaginu fer senn að líða. Nú er komið að Gündogan að taka við.

Gündogan er 28 ára gamall og á 31 leik að baki fyrir þýska landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner