fös 15. maí 2020 15:35
Magnús Már Einarsson
Ásgeir Sigurgeirs framlengir við KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir Sigurgeirsson skrifaði í dag undir nýjan samning við KA sem gildir út sumarið 2022.

„Þetta eru frábærar fréttir enda Ásgeir gríðarlega öflugur leikmaður sem hefur átt mikinn þátt í uppgangi KA-liðsins undanfarin ár," segir á heimasíðu KA.

Ásgeir sem er 23 ára gamall kom á láni til KA fyrir sumarið 2016 frá norska liðinu Stabæk og sló heldur betur í gegn er KA tryggði sér loksins sæti í efstu deild með sannfærandi sigri í Inkasso deildinni. Ásgeir skoraði átta mörk það sumarið og þar á meðal sigurmarkið gegn Selfyssingum sem tryggði úrvalsdeildarsætið.

Í kjölfarið gekk Ásgeir endanlega til liðs við KA og hefur leikið 56 leiki fyrir liðið í efstu deild og gert í þeim 16 mörk.Húsvíkingurinn hefur skorað 24 mörk í 76 lekjum með KA.

„Ekki nóg með að vera gríðarlega öflugur á vellinum þá er Ásgeir til fyrirmyndar utan vallar og ljóst að það er gríðarlega jákvætt fyrir félagið að njóta áfram krafta hans næstu árin," segir á heimasíðu KA.


Athugasemdir
banner
banner
banner