Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 15. maí 2020 11:15
Magnús Már Einarsson
Félagaskiptaglugginn á Íslandi opinn í júní og ágúst
Félagaskiptaeyðublað frá KSÍ.
Félagaskiptaeyðublað frá KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Úr leik í Pepsi Max-deild karla.
Úr leik í Pepsi Max-deild karla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik í Pepsi Max-deild kvenna.
Úr leik í Pepsi Max-deild kvenna.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KSÍ hefur staðfest að félagaskiptaglugginn á Íslandi opni aftur 3. júní næstkomandi og verði opinn til 30. júní. Glugganum var lokað á dögunum vegna kórónaveirunnar.

Venjan er að glugginn loki 15. maí en hann opnar nú 5. júní. Þannig mun opna fyrir félagaskipti tímanlega áður en fyrstu leikir í Mjólkurbikarkeppni KSÍ hefjast og verður opið fram yfir a.m.k. fyrstu tvær umferðir í öllum deildum.

Sumarglugginn verður frá 5. ágúst-1. september en ekki 1-31. júlí eins og venjan er.

Samantekt af vef KSÍ:

1. Keppnistímabilið 2020.
Keppnistímabilið er skilgreint í reglugerð sem tímabilið frá 1. febrúar til 15. október ár hvert. Ljóst er að framlengja þarf keppnistímabilið 2020 þar sem mótahald kemur til með að ná fram yfir 15. október þetta árið. Varlegast þykir að framlengja keppnistímabilið til 15. nóvember 2020 í ljósi þess að skipulagðir leikir á vegum KSÍ munu að óbreyttu ná fram í byrjun nóvember.

2. Félagaskiptatímabilin 2020.
Leikmaður getur aðeins gengið til liðs við íslensk félagslið á tveimur tímabilum. Hið fyrra hefur verið á tímabilinu 22. febrúar til 15. maí og hið síðara 1. júlí til 31. júlí. Ljóst var gera þyrfti breytingar þessum tímabilum vegna seinkunar á mótahaldi. Fyrra tímabilinu var lokað tímabundið þann 17. apríl sl. þegar fjórar vikur (28 dagar) voru eftir. Samþykkt hefur verið að þeir 28 dagar verði nýttir og fyrra félagaskiptatímabilið verði opnað aftur 3. júní nk. og loki 30. júní. Þannig mun opna fyrir félagaskipti tímanlega áður en fyrstu leikir í Mjólkurbikarkeppni KSÍ hefjast og verður opið fram yfir a.m.k. fyrstu tvær umferðir í öllum deildum.

Þá hefur verið samþykkt að síðara félagaskiptatímabilið 2020 opni þann 5. ágúst nk. og loki 1. september. Með þessu móti er síðari félagaskiptaglugginn opinn í fjórar vikur eða frá þeim tímapunkti er deildarkeppni er u.þ.b. hálfnuð.

3. Opinberir knattspyrnuleikir í Lengjubikarkeppni karla og kvenna árið 2020.
Almenna reglan er sú að leikmaður getur mest verið skráður í þrjú félög á hverju keppnistímabili. Á því tímabili er honum aðeins heimilt að taka þátt í opinberum knattspyrnuleikjum með tveimur félögum. Leikir í Lengjubikarkeppni karla og kvenna gilda sem opinberir knattspyrnuleikir þar sem um er að ræða skipulagða knattspyrnukeppni hjá KSÍ. Þar sem Lengjubikarkeppni karla og kvenna var felld niður í ár sökum Covid-19 munu þeir leikir sem leiknir voru í mótinu í ár ekki gilda sem opinberir knattspyrnuleikir m.t.t. félagaskipta.

4. Félagaskipti ósamningsbundinna leikmanna yngri flokka.
Samþykkt hefur verið að opna aftur fyrir félagaskipti ósamningsbundinna leikmanna yngri flokka þann 18. maí nk. og loka þann 1. september. Umrætt félagaskiptatímabil hefur verið opið frá 16. október ár hvert en hefur lokað þann 1. ágúst, eða á sama tíma og síðara félagaskiptatímabilið lokar hjá samningsbundnum leikmönnum og í meistaraflokki.

5. Samningar leikmanna sem renna út haustið 2020 og samningar leikmanna við ný félög.
Samþykkt hefur verið sú tímabundna breyting að geri leikmaður leikmanns- eða sambandssamning við nýtt félag, skv. grein 14.13 á árinu 2020 [eftir að sex mánuður eru til loka samningstíma leikmanns hjá núverandi félagi], þá getur gildistími samnings leikmanns við nýtt félag eigi hafist fyrr en eftir lok keppnistímabils 2020 (15. nóvember).

Þá hefur verið samþykkt að heimila félagi og leikmanni sem gert hafa leikmanns- eða sambandssamninga, sem falla úr gildi á tímabilinu 16. október til 14. nóvember 2020, sé heimilt að framlengja gildistíma þeirra til skamms tíma eða til loka keppnistímabils 15. nóvember 2020. Gildir þessi heimild þrátt fyrir að leikmaður hafi þegar gert samning við nýtt félag, enda eigi hinn nýi samningur að taka gildi eftir lok keppnistímabils 2020.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner