Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 15. maí 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Inter vill kaupa Corona
Mynd: Getty Images
Ítalskir og portúgalskir fjölmiðlar greina frá því að Antonio Conte telur sig hafa fundið lausn á vandamálunum á hægri kanti Inter.

Antonio Candreva er kantmaður Inter með Victor Moses, sem er hjá félaginu að láni, sem varaskeifu. Candreva þykir ekki nægilega öflugur varnarlega og hefur Moses ekki tekist að stimpla sig nógu vel inn í fyrstu leikjum sínum fyrir félagið.

Lausnin er portúgalskur bakvörður sem leikur fyrir Porto. Hann heitir Jesus Corona og var upprunalega kantmaður en hefur verið að spila frábærlega sem sókndjarfur bakvörður hjá stærsta félagi Portúgals.

Matias Bunge er umboðsmaður Corona og staðfesti hann áhuga frá Inter í samtali við O Jogo.

„Inter er eitt af félögunum sem kom til okkar en það eru engar opnar viðræður sem stendur. Það voru einnig stór félög frá Englandi og Spáni sem sýndu áhuga," sagði Bunge.

„Þetta var allt fyrir faraldurinn. Það hefur margt breyst og erfitt að spá fyrir um framtíðina."

Conte prófaði Valentino Lazaro á fyrri hluta tímabils en var ósáttur með hans framlag og lánaði kantmanninn til Newcastle út tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner