Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 15. maí 2021 16:57
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Fengum heilt yfir hættulegri færi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hann var ansi sveiflukenndur og eitt stig. Við ætluðum klárlega að ná okkur í 3 punkta hér á heimavelli í dag en ætli 1 stig á hvort lið í dag sé svona þokkalega sanngjarnt þótt þær hafi oft á tíðum stjórnað leiknum þá fengum við heilt yfir hættulegri færi. “
Sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur eftir 2-2 jafntefli hans kvenna gegn Þrótti í Keflavík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  2 Þróttur R.

Keflavík byrjaði leikinn vel og kröftuglega og náðu forystunni með marki Aerial Chavarin eftir um tíu mínútna leik. Eftir það bakkaði liðið nokkuð og bauð Þrótti að hafa boltann. Var Gunnar ósáttur með það?

„Nei það gerist kannski svona ósjálfrátt að lið nýliði í deildinni, ekki búin að vinna leik og ekki búin að skora mark þannig að það gerist ósjálfrátt og var ekkert sem við lögðum upp með. En það eru helst fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik sem maður er ósáttur við að láta þær setja tvö mörk.“

Deildin fer af stað á áhugaverðan hátt þetta sumarið og hafa mörg óvænt úrslit litið dagsins ljós það sem af er. Keflavík er þó enn í leit að sínum fyrsta sigri en um deildina sagði Gunnar.

„Hún er ekki bara dálítið skrýtin þessi deild hún er stórfurðuleg og bara frábært fyrir kvennaboltann hvernig deildin er að spilast . Ég held að liðinu séu líka að þreifa svolítið hvort á öðru og enginn áttar sig á hver styrkleiki liðanna er sem koma svona beint inn í mótið og lítið af æfingaleikjum fyrir mót. En þetta er bara frábært og vonandi að þetta haldi bara áfram. “

Sagði Gunnar en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner