Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
banner
   sun 15. maí 2022 05:55
Brynjar Ingi Erluson
England í dag - Man City getur sett níu fingur á titilinn
Kevin de Bruyne og félagar geta komið sér í góða stöðu fyrir lokaumferðina
Kevin de Bruyne og félagar geta komið sér í góða stöðu fyrir lokaumferðina
Mynd: EPA
Sjö leikir fara fram í 37. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag en Englandsmeistarar Manchester City geta svo gott sem tryggt titilinn gegn West Ham.

Dagurinn hefst á leik Tottenham og Burnley. Tottenham er í baráttu við Arsenal um síðasta sætið í Meistaradeildina á meðan Burnley berst fyrir lífi sínu í deildinni.

Fimm leikir eru þá klukkan 13:00. Leeds mætir Brighton á Elland Road og reynir Leeds að bjarga sér frá falli. Þá fær West Ham lið Manchester City í heimsókn á London-leikvanginn. Ef City vinnur þann þá er liðið svo gott sem búið að vinna ensku úrvalsdeildina.

Everton mætir síðan Brentford í lokaleik dagsins. Everton þarf sigur, enda er liðið áfram í hættu á að falla og situr nú í 16. sæti með 36 stig, aðeins tveimur stigum meira en Leeds sem er í fallsæti.

Leikir dagsins:
11:00 Tottenham - Burnley
13:00 Aston Villa - Crystal Palace
13:00 Leeds - Brighton
13:00 Watford - Leicester
13:00 West Ham - Man City
13:00 Wolves - Norwich
15:30 Everton - Brentford
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 16 11 1 4 38 16 +22 34
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 16 7 5 4 20 15 +5 26
6 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
7 Sunderland 16 7 5 4 19 17 +2 26
8 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
9 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
10 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
11 Tottenham 16 6 4 6 25 21 +4 22
12 Newcastle 16 6 4 6 21 20 +1 22
13 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
14 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
15 Brentford 16 6 2 8 21 24 -3 20
16 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
17 Leeds 16 4 4 8 19 29 -10 16
18 West Ham 16 3 4 9 19 32 -13 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner