Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 15. júní 2021 23:30
Victor Pálsson
Jamie Vardy orðinn eigandi í Bandaríkjunum
Mynd: Getty Images
Jamie Vardy, leikmaður Leicester City, er orðinn eigandi hjá félaginu Rochester Rhinos í Bandaríkjunum.

Þetta var staðfest í dag en Vardy er enn í fullu fjöri með Leicester sem leikur í ensku úrvalsdeildinni.

Vardy er orðinn einn af eigendum bandaríska félagsins sem leikur í USL deildinni þar í landi.

Nashyrningarnir eru staðsettir í New York en hafa ekki spilað leik frá árinu 2017 og þá í neðri deildum Bandaríkjanna.

Þeir stefna á að snúa aftur á völlinn bráðlega en liðið á afar dygga aðdáendur sem mæta reglulega á leiki.

Liðið var stofnað árið 1996 og gerði garðinn frægan í neðri deildum landsins um tíma.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner