Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 15. júní 2021 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Liverpool fær grænt ljós á að stækka Anfield
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur fengið grænt ljós á að hefja 60 milljón punda framkvæmdir við heimavöllinn sinn, Anfield. Fjölgað verður um sjö þúsund sæti og munu 61 þúsund manns geta verið í stúkunni á heimaleikjum liðsins eftir framkvæmdirnar.

Það er stúkan 'Anfield Road Stand' sem verður stækkuð.

Einungis Old Trafford, heimavöllur Manchester United og heimavöllur Tottenham verða með fleiri sæti en Anfield.

Anfield mun fara upp fyrir heimavelli Arsenal, West Ham og Manchester City þegar kemur að fjölda sæta .

Þetta mun haf áhrif á almenningsgarðinn Stanley Park sem er upp við Anfield. Höggva þarf 27 tré í garðinum til að framkvæmdirnar geti farið fram en Liverpool hefur lofað að planta 70 trjám í stað þeirra.
Athugasemdir
banner
banner