,,Miðað við hvernig leikurinn spilaðist, færin og vörslur markmannanna þá hefði ég viljað fá þrjú stig," sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn ÍA í fallbaráttuslag í kvöld.
Tómas Joð Þorsteinsson, leikmaður Fylkis fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt undir lok fyrri hálfleiks.
,,Seinna spjaldið er verðskuldað. Það er nánast eins og það sé lagt upp með að fara í hann. Hann fær að fara með hendurnar í hann án þess að það sé tekið á því."
,,Það er strax dæmt á Tomma og hann er mjög fljótur að veifa spjaldi á hann. Hann verður pirraður Tommi og hann á að vita betur í þeirri stöðu."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir






















