Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 15. júlí 2015 16:52
Arnar Daði Arnarsson
Milos verður einn aðalþjálfari Víkings
Milos verður aðalþjálfari Víkings.
Milos verður aðalþjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Þórðarson er hættur sem þjálfari Víkings en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu nú rétt í þessu.

Milos Milojevic sem hefur verið þjálfari liðsins ásamt Ólafi, verður áfram með liðið. Þetta sagði Heimir Gunnlaugsson, formaður meistaraflokksráðs Víkings í samtali við Fótbolta.net.

„Milos verður þjálfari liðsins. Það kom aldrei til greina að reka Milos," sagði Heimir en margir hafa sett spurningarmerki við að aðeins annar þjálfarinn sé látinn taka ábyrgð á slæmu gengi liðsins.

„Menn geta haft sína skoðun á þessu en við ákváðum það að Ólafur Þórðarson myndi fara og Milos tæki við," sagði Heimir.

„Ástæðan er sú að við töldum þetta vera breytingu sem þurfti að gera."

Milos Milojevic vissi lítið um málið þegar Fótbolti.net hafði samband við hann á sama tíma.

„Ég er að labba inn á fund og get ekkert tjáð mig um þetta. Þú verður að heyra í mér á eftir," sagði Milos við Fótbolta.net.

Næsti leikur Víkings er gegn Keflavík, sunnudaginn næstkomandi. Bæði lið í harðri botnbaráttu.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner