Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
banner
   mán 15. júlí 2019 21:47
Arnar Helgi Magnússon
Hólmfríður: Frábærar stelpur sem gera mig góða
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmfríður Magnúsdóttir átti enn einn stórleikinn í kvöld þegar Selfoss sigraði Stjörnuna í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld.

Leiknum lauk með 3-0 sigri Selfoss en Hólmfríður skoraði tvö mörk í leiknum.

Lestu um leikinn: Selfoss 3 -  0 Stjarnan

„Við erum búnar að vera góðar eftir pásuna, enda æfðum við vel. Við erum allar með mikið sjálfstraust núna enda erum við á góðri siglingu. Við höfum trú á því að við vinnum og við förum í alla leiki til þess að vinna. Við ætlum ekkert að hætta því," sagði Hólmfríður eftir leikinn.

Eftir jafnan fyrri hálfleik kom Hólmfríður Selfyssingum á bragðið í upphafi síðari hálfleiks.

„Þetta var hörkuleikur í fyrri hálfleik. Það hefðu bæði lið getað skorað en ég brýt ísinn og svo klárum við þetta bara."

„Ég er bara í fínu standi. Ég reyni alltaf að gera aðeins betur. Ég hef metnað fyrir því að vera í góðu formi og líkmaninn er að leyfa mér þetta æfingaálag. Ég er með tvo frábæra þjálfara sem eru að píska mig til."

„Mér líður vel hérna á Selfossi. Ég er með frábærar stelpur í kringum mig sem gera mig líka góða og ég vona að ég geri það líka."

Selfoss spilar í undanúrslitum Mjólkurbikarsins gegn Fylki á föstudag.

„Fylkir er með þrusugott lið og hafa verið að spila vel í sumar. Bikarleikur er alltaf bikarleikur. Við erum með gott sjálfstraust og erum búnar að halda hreinu í fjóra leiki og ætlum að halda því áfram og fara alla leið í bikarnum," sagði Hólmfríður að lokum.
Athugasemdir
banner