Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   mán 15. júlí 2019 21:47
Arnar Helgi Magnússon
Hólmfríður: Frábærar stelpur sem gera mig góða
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmfríður Magnúsdóttir átti enn einn stórleikinn í kvöld þegar Selfoss sigraði Stjörnuna í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld.

Leiknum lauk með 3-0 sigri Selfoss en Hólmfríður skoraði tvö mörk í leiknum.

Lestu um leikinn: Selfoss 3 -  0 Stjarnan

„Við erum búnar að vera góðar eftir pásuna, enda æfðum við vel. Við erum allar með mikið sjálfstraust núna enda erum við á góðri siglingu. Við höfum trú á því að við vinnum og við förum í alla leiki til þess að vinna. Við ætlum ekkert að hætta því," sagði Hólmfríður eftir leikinn.

Eftir jafnan fyrri hálfleik kom Hólmfríður Selfyssingum á bragðið í upphafi síðari hálfleiks.

„Þetta var hörkuleikur í fyrri hálfleik. Það hefðu bæði lið getað skorað en ég brýt ísinn og svo klárum við þetta bara."

„Ég er bara í fínu standi. Ég reyni alltaf að gera aðeins betur. Ég hef metnað fyrir því að vera í góðu formi og líkmaninn er að leyfa mér þetta æfingaálag. Ég er með tvo frábæra þjálfara sem eru að píska mig til."

„Mér líður vel hérna á Selfossi. Ég er með frábærar stelpur í kringum mig sem gera mig líka góða og ég vona að ég geri það líka."

Selfoss spilar í undanúrslitum Mjólkurbikarsins gegn Fylki á föstudag.

„Fylkir er með þrusugott lið og hafa verið að spila vel í sumar. Bikarleikur er alltaf bikarleikur. Við erum með gott sjálfstraust og erum búnar að halda hreinu í fjóra leiki og ætlum að halda því áfram og fara alla leið í bikarnum," sagði Hólmfríður að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner