Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   mán 15. júlí 2019 21:47
Arnar Helgi Magnússon
Hólmfríður: Frábærar stelpur sem gera mig góða
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmfríður Magnúsdóttir átti enn einn stórleikinn í kvöld þegar Selfoss sigraði Stjörnuna í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld.

Leiknum lauk með 3-0 sigri Selfoss en Hólmfríður skoraði tvö mörk í leiknum.

Lestu um leikinn: Selfoss 3 -  0 Stjarnan

„Við erum búnar að vera góðar eftir pásuna, enda æfðum við vel. Við erum allar með mikið sjálfstraust núna enda erum við á góðri siglingu. Við höfum trú á því að við vinnum og við förum í alla leiki til þess að vinna. Við ætlum ekkert að hætta því," sagði Hólmfríður eftir leikinn.

Eftir jafnan fyrri hálfleik kom Hólmfríður Selfyssingum á bragðið í upphafi síðari hálfleiks.

„Þetta var hörkuleikur í fyrri hálfleik. Það hefðu bæði lið getað skorað en ég brýt ísinn og svo klárum við þetta bara."

„Ég er bara í fínu standi. Ég reyni alltaf að gera aðeins betur. Ég hef metnað fyrir því að vera í góðu formi og líkmaninn er að leyfa mér þetta æfingaálag. Ég er með tvo frábæra þjálfara sem eru að píska mig til."

„Mér líður vel hérna á Selfossi. Ég er með frábærar stelpur í kringum mig sem gera mig líka góða og ég vona að ég geri það líka."

Selfoss spilar í undanúrslitum Mjólkurbikarsins gegn Fylki á föstudag.

„Fylkir er með þrusugott lið og hafa verið að spila vel í sumar. Bikarleikur er alltaf bikarleikur. Við erum með gott sjálfstraust og erum búnar að halda hreinu í fjóra leiki og ætlum að halda því áfram og fara alla leið í bikarnum," sagði Hólmfríður að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner