Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   mán 15. júlí 2019 21:47
Arnar Helgi Magnússon
Hólmfríður: Frábærar stelpur sem gera mig góða
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmfríður Magnúsdóttir átti enn einn stórleikinn í kvöld þegar Selfoss sigraði Stjörnuna í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld.

Leiknum lauk með 3-0 sigri Selfoss en Hólmfríður skoraði tvö mörk í leiknum.

Lestu um leikinn: Selfoss 3 -  0 Stjarnan

„Við erum búnar að vera góðar eftir pásuna, enda æfðum við vel. Við erum allar með mikið sjálfstraust núna enda erum við á góðri siglingu. Við höfum trú á því að við vinnum og við förum í alla leiki til þess að vinna. Við ætlum ekkert að hætta því," sagði Hólmfríður eftir leikinn.

Eftir jafnan fyrri hálfleik kom Hólmfríður Selfyssingum á bragðið í upphafi síðari hálfleiks.

„Þetta var hörkuleikur í fyrri hálfleik. Það hefðu bæði lið getað skorað en ég brýt ísinn og svo klárum við þetta bara."

„Ég er bara í fínu standi. Ég reyni alltaf að gera aðeins betur. Ég hef metnað fyrir því að vera í góðu formi og líkmaninn er að leyfa mér þetta æfingaálag. Ég er með tvo frábæra þjálfara sem eru að píska mig til."

„Mér líður vel hérna á Selfossi. Ég er með frábærar stelpur í kringum mig sem gera mig líka góða og ég vona að ég geri það líka."

Selfoss spilar í undanúrslitum Mjólkurbikarsins gegn Fylki á föstudag.

„Fylkir er með þrusugott lið og hafa verið að spila vel í sumar. Bikarleikur er alltaf bikarleikur. Við erum með gott sjálfstraust og erum búnar að halda hreinu í fjóra leiki og ætlum að halda því áfram og fara alla leið í bikarnum," sagði Hólmfríður að lokum.
Athugasemdir
banner