Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   mán 15. júlí 2019 21:47
Arnar Helgi Magnússon
Hólmfríður: Frábærar stelpur sem gera mig góða
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmfríður Magnúsdóttir átti enn einn stórleikinn í kvöld þegar Selfoss sigraði Stjörnuna í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld.

Leiknum lauk með 3-0 sigri Selfoss en Hólmfríður skoraði tvö mörk í leiknum.

Lestu um leikinn: Selfoss 3 -  0 Stjarnan

„Við erum búnar að vera góðar eftir pásuna, enda æfðum við vel. Við erum allar með mikið sjálfstraust núna enda erum við á góðri siglingu. Við höfum trú á því að við vinnum og við förum í alla leiki til þess að vinna. Við ætlum ekkert að hætta því," sagði Hólmfríður eftir leikinn.

Eftir jafnan fyrri hálfleik kom Hólmfríður Selfyssingum á bragðið í upphafi síðari hálfleiks.

„Þetta var hörkuleikur í fyrri hálfleik. Það hefðu bæði lið getað skorað en ég brýt ísinn og svo klárum við þetta bara."

„Ég er bara í fínu standi. Ég reyni alltaf að gera aðeins betur. Ég hef metnað fyrir því að vera í góðu formi og líkmaninn er að leyfa mér þetta æfingaálag. Ég er með tvo frábæra þjálfara sem eru að píska mig til."

„Mér líður vel hérna á Selfossi. Ég er með frábærar stelpur í kringum mig sem gera mig líka góða og ég vona að ég geri það líka."

Selfoss spilar í undanúrslitum Mjólkurbikarsins gegn Fylki á föstudag.

„Fylkir er með þrusugott lið og hafa verið að spila vel í sumar. Bikarleikur er alltaf bikarleikur. Við erum með gott sjálfstraust og erum búnar að halda hreinu í fjóra leiki og ætlum að halda því áfram og fara alla leið í bikarnum," sagði Hólmfríður að lokum.
Athugasemdir
banner
banner