Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mán 15. júlí 2019 17:00
Magnús Már Einarsson
Soldado til Granada (Staðfest)
Spænska félagið Granada hefur samið við framherjann reynda Roberto Soldado.

Hinn 34 ára gamli Soldado var samningslaus en samningur hans hjá Fenerbahce rann út á dögunum.

Levante vildi líka fá Soldado í sínar raðir en hann ákvað að semja frekar við nýliða Granada.

Soldado sló í gegn hjá Valencia á árunum 2010 til 2013 þar sem hann raðaði inn mörkum.

Hann fór í kjölfarið til Tottenham þar sem hann náði einungis að skora sjö mörk í 52 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner