Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   fim 15. ágúst 2019 21:00
Daníel Smári Magnússon
Gunnar Magnús: Missum hálft byrjunarliðið í næsta leik
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús var svekktur eftir leikinn í kvöld.
Gunnar Magnús var svekktur eftir leikinn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er náttúrulega fyrst og fremst vonbrigði að fara ekki með neitt úr þessum leik. Mér fannst stelpurnar standa sig heilt yfir virkilega vel, þær voru flottar í þessum leik. Frábær fyrri hálfleikur, þar sem við fengum mjög góð færi, komumst einar í gegn en fórum illa að ráði okkar þar,'' sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur eftir 3-1 tap gegn Þór/KA í Pepsi Max deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór/KA 3 -  1 Keflavík

„Seinni hálfleikurinn var erfiðari. Við töpum þessum leik bara í vítateignum, þær skora úr tveimur hornum og við verjumst illa þar, á meðan að við erum ekki að nýta færin í teignum hinum megin.''

Keflavíkurliðið kom ekki jafn kraftmikið til leiks í seinni hálfleik og brotnaði við það að fá á sig jöfnunarmark snemma. Hvað höfðu Keflvíkingar rætt í hálfleik?

„Það var í rauninni bara að halda skipulaginu og halda hausnum. Sérstaklega var lögð áhersla á það að byrja seinni hálfleikinn á fullu, en það gekk ekki. Þær voru komnar með 2-3 mörk eftir korter til tuttugu mínútur.''

Aðspurður útí framhaldið sagði Gunnar: „Staðan er ekki góð. Það var dýr leikur hjá okkur á móti Selfossi um daginn, við erum nánast að missa hálft byrjunarliðið. Fjórar sem að voru í byrjunarliðinu í dag sem að spila ekki næsta leik, ein að fara erlendis í nám og þrjár sem að taka út leikbann. Það verður á brattann að sækja, en við höfum þekkt það svart áður og erum tilbúnar í stríð og baráttu það sem eftir er.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner