Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   fim 15. ágúst 2019 21:00
Daníel Smári Magnússon
Gunnar Magnús: Missum hálft byrjunarliðið í næsta leik
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús var svekktur eftir leikinn í kvöld.
Gunnar Magnús var svekktur eftir leikinn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er náttúrulega fyrst og fremst vonbrigði að fara ekki með neitt úr þessum leik. Mér fannst stelpurnar standa sig heilt yfir virkilega vel, þær voru flottar í þessum leik. Frábær fyrri hálfleikur, þar sem við fengum mjög góð færi, komumst einar í gegn en fórum illa að ráði okkar þar,'' sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur eftir 3-1 tap gegn Þór/KA í Pepsi Max deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór/KA 3 -  1 Keflavík

„Seinni hálfleikurinn var erfiðari. Við töpum þessum leik bara í vítateignum, þær skora úr tveimur hornum og við verjumst illa þar, á meðan að við erum ekki að nýta færin í teignum hinum megin.''

Keflavíkurliðið kom ekki jafn kraftmikið til leiks í seinni hálfleik og brotnaði við það að fá á sig jöfnunarmark snemma. Hvað höfðu Keflvíkingar rætt í hálfleik?

„Það var í rauninni bara að halda skipulaginu og halda hausnum. Sérstaklega var lögð áhersla á það að byrja seinni hálfleikinn á fullu, en það gekk ekki. Þær voru komnar með 2-3 mörk eftir korter til tuttugu mínútur.''

Aðspurður útí framhaldið sagði Gunnar: „Staðan er ekki góð. Það var dýr leikur hjá okkur á móti Selfossi um daginn, við erum nánast að missa hálft byrjunarliðið. Fjórar sem að voru í byrjunarliðinu í dag sem að spila ekki næsta leik, ein að fara erlendis í nám og þrjár sem að taka út leikbann. Það verður á brattann að sækja, en við höfum þekkt það svart áður og erum tilbúnar í stríð og baráttu það sem eftir er.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner