Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 15. ágúst 2019 21:00
Daníel Smári Magnússon
Gunnar Magnús: Missum hálft byrjunarliðið í næsta leik
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús var svekktur eftir leikinn í kvöld.
Gunnar Magnús var svekktur eftir leikinn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er náttúrulega fyrst og fremst vonbrigði að fara ekki með neitt úr þessum leik. Mér fannst stelpurnar standa sig heilt yfir virkilega vel, þær voru flottar í þessum leik. Frábær fyrri hálfleikur, þar sem við fengum mjög góð færi, komumst einar í gegn en fórum illa að ráði okkar þar,'' sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur eftir 3-1 tap gegn Þór/KA í Pepsi Max deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór/KA 3 -  1 Keflavík

„Seinni hálfleikurinn var erfiðari. Við töpum þessum leik bara í vítateignum, þær skora úr tveimur hornum og við verjumst illa þar, á meðan að við erum ekki að nýta færin í teignum hinum megin.''

Keflavíkurliðið kom ekki jafn kraftmikið til leiks í seinni hálfleik og brotnaði við það að fá á sig jöfnunarmark snemma. Hvað höfðu Keflvíkingar rætt í hálfleik?

„Það var í rauninni bara að halda skipulaginu og halda hausnum. Sérstaklega var lögð áhersla á það að byrja seinni hálfleikinn á fullu, en það gekk ekki. Þær voru komnar með 2-3 mörk eftir korter til tuttugu mínútur.''

Aðspurður útí framhaldið sagði Gunnar: „Staðan er ekki góð. Það var dýr leikur hjá okkur á móti Selfossi um daginn, við erum nánast að missa hálft byrjunarliðið. Fjórar sem að voru í byrjunarliðinu í dag sem að spila ekki næsta leik, ein að fara erlendis í nám og þrjár sem að taka út leikbann. Það verður á brattann að sækja, en við höfum þekkt það svart áður og erum tilbúnar í stríð og baráttu það sem eftir er.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner