Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
   fim 15. ágúst 2019 21:00
Daníel Smári Magnússon
Gunnar Magnús: Missum hálft byrjunarliðið í næsta leik
Gunnar Magnús var svekktur eftir leikinn í kvöld.
Gunnar Magnús var svekktur eftir leikinn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er náttúrulega fyrst og fremst vonbrigði að fara ekki með neitt úr þessum leik. Mér fannst stelpurnar standa sig heilt yfir virkilega vel, þær voru flottar í þessum leik. Frábær fyrri hálfleikur, þar sem við fengum mjög góð færi, komumst einar í gegn en fórum illa að ráði okkar þar,'' sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur eftir 3-1 tap gegn Þór/KA í Pepsi Max deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór/KA 3 -  1 Keflavík

„Seinni hálfleikurinn var erfiðari. Við töpum þessum leik bara í vítateignum, þær skora úr tveimur hornum og við verjumst illa þar, á meðan að við erum ekki að nýta færin í teignum hinum megin.''

Keflavíkurliðið kom ekki jafn kraftmikið til leiks í seinni hálfleik og brotnaði við það að fá á sig jöfnunarmark snemma. Hvað höfðu Keflvíkingar rætt í hálfleik?

„Það var í rauninni bara að halda skipulaginu og halda hausnum. Sérstaklega var lögð áhersla á það að byrja seinni hálfleikinn á fullu, en það gekk ekki. Þær voru komnar með 2-3 mörk eftir korter til tuttugu mínútur.''

Aðspurður útí framhaldið sagði Gunnar: „Staðan er ekki góð. Það var dýr leikur hjá okkur á móti Selfossi um daginn, við erum nánast að missa hálft byrjunarliðið. Fjórar sem að voru í byrjunarliðinu í dag sem að spila ekki næsta leik, ein að fara erlendis í nám og þrjár sem að taka út leikbann. Það verður á brattann að sækja, en við höfum þekkt það svart áður og erum tilbúnar í stríð og baráttu það sem eftir er.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner