Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   fim 15. ágúst 2019 21:00
Daníel Smári Magnússon
Gunnar Magnús: Missum hálft byrjunarliðið í næsta leik
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús var svekktur eftir leikinn í kvöld.
Gunnar Magnús var svekktur eftir leikinn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er náttúrulega fyrst og fremst vonbrigði að fara ekki með neitt úr þessum leik. Mér fannst stelpurnar standa sig heilt yfir virkilega vel, þær voru flottar í þessum leik. Frábær fyrri hálfleikur, þar sem við fengum mjög góð færi, komumst einar í gegn en fórum illa að ráði okkar þar,'' sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur eftir 3-1 tap gegn Þór/KA í Pepsi Max deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór/KA 3 -  1 Keflavík

„Seinni hálfleikurinn var erfiðari. Við töpum þessum leik bara í vítateignum, þær skora úr tveimur hornum og við verjumst illa þar, á meðan að við erum ekki að nýta færin í teignum hinum megin.''

Keflavíkurliðið kom ekki jafn kraftmikið til leiks í seinni hálfleik og brotnaði við það að fá á sig jöfnunarmark snemma. Hvað höfðu Keflvíkingar rætt í hálfleik?

„Það var í rauninni bara að halda skipulaginu og halda hausnum. Sérstaklega var lögð áhersla á það að byrja seinni hálfleikinn á fullu, en það gekk ekki. Þær voru komnar með 2-3 mörk eftir korter til tuttugu mínútur.''

Aðspurður útí framhaldið sagði Gunnar: „Staðan er ekki góð. Það var dýr leikur hjá okkur á móti Selfossi um daginn, við erum nánast að missa hálft byrjunarliðið. Fjórar sem að voru í byrjunarliðinu í dag sem að spila ekki næsta leik, ein að fara erlendis í nám og þrjár sem að taka út leikbann. Það verður á brattann að sækja, en við höfum þekkt það svart áður og erum tilbúnar í stríð og baráttu það sem eftir er.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir