Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
banner
   lau 15. ágúst 2020 20:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fannar Daði: Honum fannst brotið ekki verðskulda seinna gula
Lengjudeildin
Fannar í leik gegn Grindavík fyrr í sumar.
Fannar í leik gegn Grindavík fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fannar Daði Malmquist Gíslason, leikmaður Þórs, var til viðtals eftir leik Þórsara gegn Leikni R. í Breiðholtinu í dag. Fannari leist ekki of vel á að vera kallaður í viðtal en kom þó og skilaði ágætis verki.

„Úr því sem komið var þá er þetta mjög góður punktur. Gott að fá mark rétt fyrir hálfleik og mér fannst við geta stolið þessu í seinni hálfleik," sagði Fannar.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  3 Þór

Jóhann Helgi Hannesson skoraði undir lok fyrri hálfleiks og staðan var 3-1 fyrir Leikni í hálfleik. Breytir það miklu að fara með mark inn í hálfleikinn?

„3-0 í hálfleik hefði verið alvöru brekka, markið var mikilvægt."

Þórsarar vildu fá seinna gula á Guy Smit þegar hann var brotlegur inn á vítateig og kominn með gult spjald. Hvað fannst Fannari?

„Ég hefði gefið honum seinna gula en dómarinn sagði að þetta hefði ekki verið [nægilega mikið] brot til að spjalda markvörðinn. Hann kannski dæmdi svo ekki víti þegar þeir vildu fá slíkt tveim mínútum seinna til að jafna það út að hafa ekki gefið seinna gula. Dómarinn dæmdi þenann leik samt ágætlega þótt maður hefði verið pirraður inn á vellinum."

Oft var brotið á Fannari í leiknum. Er þetta í hans leikstíl að ná í aukaspyrnur með því að staðsetja sig vel?

„Þeir voru orðnir pirraðir í seinni hálfleik þegar ég var búinn að fiska 3-4. Ef ég fæ mann í bakið og get ekki áfram þá auðvitað fer ég niður ef ég finn snertingu. Ég er auðvitað ekki að reyna henda mér niður en ef ég get fengið aukaspyrnu á fínum stað, með Jóa inn á teignum, þá auðvitað tek ég hana," sagði Fannar að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir