Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   lau 15. ágúst 2020 20:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fannar Daði: Honum fannst brotið ekki verðskulda seinna gula
Lengjudeildin
Fannar í leik gegn Grindavík fyrr í sumar.
Fannar í leik gegn Grindavík fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fannar Daði Malmquist Gíslason, leikmaður Þórs, var til viðtals eftir leik Þórsara gegn Leikni R. í Breiðholtinu í dag. Fannari leist ekki of vel á að vera kallaður í viðtal en kom þó og skilaði ágætis verki.

„Úr því sem komið var þá er þetta mjög góður punktur. Gott að fá mark rétt fyrir hálfleik og mér fannst við geta stolið þessu í seinni hálfleik," sagði Fannar.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  3 Þór

Jóhann Helgi Hannesson skoraði undir lok fyrri hálfleiks og staðan var 3-1 fyrir Leikni í hálfleik. Breytir það miklu að fara með mark inn í hálfleikinn?

„3-0 í hálfleik hefði verið alvöru brekka, markið var mikilvægt."

Þórsarar vildu fá seinna gula á Guy Smit þegar hann var brotlegur inn á vítateig og kominn með gult spjald. Hvað fannst Fannari?

„Ég hefði gefið honum seinna gula en dómarinn sagði að þetta hefði ekki verið [nægilega mikið] brot til að spjalda markvörðinn. Hann kannski dæmdi svo ekki víti þegar þeir vildu fá slíkt tveim mínútum seinna til að jafna það út að hafa ekki gefið seinna gula. Dómarinn dæmdi þenann leik samt ágætlega þótt maður hefði verið pirraður inn á vellinum."

Oft var brotið á Fannari í leiknum. Er þetta í hans leikstíl að ná í aukaspyrnur með því að staðsetja sig vel?

„Þeir voru orðnir pirraðir í seinni hálfleik þegar ég var búinn að fiska 3-4. Ef ég fæ mann í bakið og get ekki áfram þá auðvitað fer ég niður ef ég finn snertingu. Ég er auðvitað ekki að reyna henda mér niður en ef ég get fengið aukaspyrnu á fínum stað, með Jóa inn á teignum, þá auðvitað tek ég hana," sagði Fannar að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner