Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 15. ágúst 2020 20:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fannar Daði: Honum fannst brotið ekki verðskulda seinna gula
Lengjudeildin
Fannar í leik gegn Grindavík fyrr í sumar.
Fannar í leik gegn Grindavík fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fannar Daði Malmquist Gíslason, leikmaður Þórs, var til viðtals eftir leik Þórsara gegn Leikni R. í Breiðholtinu í dag. Fannari leist ekki of vel á að vera kallaður í viðtal en kom þó og skilaði ágætis verki.

„Úr því sem komið var þá er þetta mjög góður punktur. Gott að fá mark rétt fyrir hálfleik og mér fannst við geta stolið þessu í seinni hálfleik," sagði Fannar.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  3 Þór

Jóhann Helgi Hannesson skoraði undir lok fyrri hálfleiks og staðan var 3-1 fyrir Leikni í hálfleik. Breytir það miklu að fara með mark inn í hálfleikinn?

„3-0 í hálfleik hefði verið alvöru brekka, markið var mikilvægt."

Þórsarar vildu fá seinna gula á Guy Smit þegar hann var brotlegur inn á vítateig og kominn með gult spjald. Hvað fannst Fannari?

„Ég hefði gefið honum seinna gula en dómarinn sagði að þetta hefði ekki verið [nægilega mikið] brot til að spjalda markvörðinn. Hann kannski dæmdi svo ekki víti þegar þeir vildu fá slíkt tveim mínútum seinna til að jafna það út að hafa ekki gefið seinna gula. Dómarinn dæmdi þenann leik samt ágætlega þótt maður hefði verið pirraður inn á vellinum."

Oft var brotið á Fannari í leiknum. Er þetta í hans leikstíl að ná í aukaspyrnur með því að staðsetja sig vel?

„Þeir voru orðnir pirraðir í seinni hálfleik þegar ég var búinn að fiska 3-4. Ef ég fæ mann í bakið og get ekki áfram þá auðvitað fer ég niður ef ég finn snertingu. Ég er auðvitað ekki að reyna henda mér niður en ef ég get fengið aukaspyrnu á fínum stað, með Jóa inn á teignum, þá auðvitað tek ég hana," sagði Fannar að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner