Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   lau 15. ágúst 2020 17:05
Anton Freyr Jónsson
Magnús Már: Þurfum að halda áfram
Lengjudeildin
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding og Vestri mættust í 11.umferð Lengjudeildar karla á Fagverksvellinum að Varmá í dag og endaði leikurinn með bragðdaufu jafntefli en ekkert mark var skorað.

Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var svekkktur að leikslokum

Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  0 Vestri

„Svekktur, hefðum vilja vinna þennan leik. Fengum færi þarna í lokinn til að klára þetta, fleiri en eitt. Við settum góða pressu á þá undir lokin, en þetta hafðist ekki í dag. Þetta var kannski ekkert skemmtilegasti leikur að horfa á, lítið af færum framan að en svona í lokin náum við að setja á þá, og það hefði verið sætt að ná markinu í lokin, en því miður gékk það ekki í dag."

Hafði Covid pásan einhver áhrif á leikinn í dag?

„Maður vill segja nei, en ég held að hún hafi gert það að einhverju leiti, misstum aðeins taktinn, 3 vikur síðan við spiluðum síðast og það vantaði kannski aðeins kraftinn en það kom þegar leið á leikinn, mér fannst við vinna okkur inn í leikinn meira og meira þannig ég held að það hafi bara verið smá rið í byrjun en svo kom þetta allt saman og það er ekkert hægt að afsaka sig með því. Við þurfum bara halda áfram, næsti leikur og það er ÍBV í Vestmannaeyjum á Miðvikudaginn."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan þar sem Magnús er spurður út í stöðuna á Hafliða og Jason Daða, en þeir byrjuðu báðir á bekknum í dag.
Athugasemdir