Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 15. ágúst 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin í dag - Man City mætir Lyon
Mynd: Getty Images
Það er einn leikur á dagskrá í Meistaradeild Evrópu í kvöld, þegar Manchester City mætir Lyon í síðasta leik 8-liða úrslita sem fara fram í Lissabon.

Man City er sterkara liðið á pappír en Lyon hefur verið að spila afar vel í sumar. Frakkarnir slógu út Ítalíumeistara Juventus í síðustu umferð og komust nálægt því að leggja PSG að velli í úrslitaleik franska bikarsins um síðustu mánaðarmót.

City hefur einnig verið að spila vel að undanförnu og sló margfalda meistara Real Madrid úr leik í síðustu umferð. Liðið tapaði þó úrslitaleik enska bikarsins gegn Arsenal í júlí.

Þessi tvö lið hafa aðeins mæst tvisvar sinnum í sögunni og var það 2018. Þá hafði Lyon betur í riðlakeppninni og vann á Etihad leikvanginum en endaði þó í öðru sæti, fimm stigum eftir City.

Sergio Agüero verður ekki með Man City í kvöld vegna meiðsla. Þá er Youssouf Kone meiddur í liði Lyon á meðan Maxwel Cornet og Jason Denayer eru tæpir.

Sigurvegari kvöldsins spilar við Bayern München í undanúrslitum. PSG og Leipzig eigast við í hinum undanúrslitaleiknum.

Leikur kvöldsins:
19:00 Manchester City - Lyon (Stöð 2 Sport 2)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner