Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 15. ágúst 2020 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Willian: Er hérna til að vinna titla
Mynd: Getty Images
Brasilíski kantmaðurinn Willian er genginn í raðir Arsenal eftir sjö ár hjá nágrönnunum og erkifjendunum í Chelsea.

Willian er 32 ára gamall en fékk þriggja ára samning þrátt fyrir aldurinn enda hefur Mikel Arteta, stjóri Arsenal, miklar mætur á leikmanninum.

„Ég ákvað að ganga til liðs við Arsenal því þetta er eitt af stærstu félögum heims og ég er spenntur fyrir verkefninu sem Mikel Arteta hefur hrint af stað," sagði Willian.

„Þetta er félag sem á skilið að skína á ný og ég vill vera partur af þeim árangri. Það er frábært að vera kominn í Arsenal fjölskylduna.

„Ég kem hingað til að vinna titla. Þetta félag á skilið að sigra og ég mun gera mitt besta í hverjum einasta leik. Leikstíll Arsenal hentar mér vel og þetta er leikmannahópur sem getur barist um titla bæði á Englandi og í Evrópu."


Arteta telur reynslu Willian geta orðið gríðarlega mikilvæga enda er Arsenal með ungan leikmannahóp.
Athugasemdir
banner
banner
banner