Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 15. september 2020 19:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistaradeildin: AZ úr leik eftir tap í Kænugarði
Albert úr leik.
Albert úr leik.
Mynd: Heimasíða AZ
Dynamo K. 2 - 0 AZ
1-0 Gerson Rodrigues ('49 )
2-0 Mykola Shaparenko ('86 )

AZ Alkmaar heimsótti í dag Dynamo Kiev í næstsíðustu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Albert Guðundsson, sem var hetja AZ í síðustu umferð, var í byrjunarliðinu í kvöld og spilaði fyrstu 57 mínútur leiksins.

Hann fór af velli í stöðunni 1-0 fyrir heimamenn, Gerson Rodrigues hafði komið þeim yfir á 49. mínútu. Dynamo bætti svo við öðru marki á 86. mínútu og innsiglaði þar með sigurinn í einvíginu. Mykola Shaparenko var þar á ferðinni.

Einungis er leikinn einn leikur vegna heimsfaraldursins. Dynamo Kiev mætir annað hvort Gent eða Rapid Vín í úrslitaleik um hvort liðið fer í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner