Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 15. september 2021 16:36
Elvar Geir Magnússon
Evrópudeildin: Legia tryggði sér sigur í Moskvu í uppbótartíma
Mahir Emreli, leikmaður Legia Varsjá, í baráttu við Samuel Gigot, leikmann Spartak Moskvu.
Mahir Emreli, leikmaður Legia Varsjá, í baráttu við Samuel Gigot, leikmann Spartak Moskvu.
Mynd: EPA
Spartak Moskva 0 - 1 Legia Varsjá
0-1 Lirim Kastrati ('90+ )

Lirim Kastrati, landsliðsmaður Kosóvó, var hetja pólska liðsins Legia Varsjá í dag en hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma gegn Spartak í Moskvu.

Kastrati gekk í raðir liðsins um síðustu mánaðamót en þessi 22 ára leikmaður var hjá Dinamo Zagreb. Hann er heldur betur byrjaður að láta að sér kveða hjá nýjum vinnuveitendum.

Þetta var fyrsti leikur C-riðils Evrópudeildarinnar. Leicester og Napoli eru í sama riðli en þau lið mætast á King Power vellinum annað kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner