Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 15. september 2024 17:32
Sölvi Haraldsson
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Heimir Guðjóns var ósammála vítaspyrnudómnum í lok leiks í dag.
Heimir Guðjóns var ósammála vítaspyrnudómnum í lok leiks í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það eru vonbrigði að fá bara eitt stig úr þessum leik. Mér fannst við vera sterkari aðilinn í þessum leik. Eins og oft í sumar sýndum við sterkan karakter í fyrri hálfleik eftir að hafa lent undir snemma leiks. Við vorum með öll tök á leiknum og komumst í 3-2. Síðan fáum við á okkur víti sem var algjör brandari; þetta á bara að vera hornspyrna, Siggi sparkar boltanum í horn og þess vegna eru vonbrigði að fá ekkert út úr þessum leik.“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 3-3 jafntefli við Fram í dag.


Lestu um leikinn: Fram 3 -  3 FH

Fékk Heimir einhverja útskýringu á dómnum sem hann var ósammála undir lok leiks?

Ég er ekkert búinn að tala við dómarann og þarf engar útskýringar frá mönnum. Ég þarf ekki að vera að berja niður klefa og hef aldrei gert. Þetta var bara rangur dómur, ósköp einfalt. Sérstaklega í ljósi þess að við vorum með góð tök á leiknum. Þetta átti bara að vera hornspyrna og þá hefðum við sennilega farið langt með þennan leik.

3-3 kannski ekki sanngjarnar lokatölur?

Nei það fannst mér ekki. En á móti kemur vorum við að fá á okkur mark eftir fast leikatriði og fáum á okkur mark eftir fyrirgjöf sem við vorum búnir að skoða mikið. Það þýðir ekkert fyrir mig að standa hérna og tala um góðan varnarleik þegar við fengum á okkur þrjú mörk. Það hefur verið vandamálið okkar í sumar. Frábært sóknarlið og skorum nóg af mörkum. Við þurfum að verja markið okkar betur ef við ætlum að fara hærra.

Björn Daníel fór meiddur af velli í fyrri hálfleik, hvernig er staðan á honum?

Ég á eftir að skoða það eftir viðtölin en hann fékk einhvern slínk sem ætti ekki að vera mikið og hann ætti að vera fljótur að jafna sig.

Það hlýtur að vera sérstaklega svekkjandi fyrir FH-inga að hafa tapað stigum í dag þar sem önnur lið í kringum þá unnu.

Við gátum tryggt þetta 4. sæti með sigri í dag og sett pressu á Val í leiðinni sem við gerðum ekki og misstum ÍA og Stjörnuna fram fyrir okkur. Taflan lýgur ekki og hefur aldrei gert.

Viðtalið við Heimi má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner