Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   sun 15. september 2024 17:32
Sölvi Haraldsson
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Heimir Guðjóns var ósammála vítaspyrnudómnum í lok leiks í dag.
Heimir Guðjóns var ósammála vítaspyrnudómnum í lok leiks í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það eru vonbrigði að fá bara eitt stig úr þessum leik. Mér fannst við vera sterkari aðilinn í þessum leik. Eins og oft í sumar sýndum við sterkan karakter í fyrri hálfleik eftir að hafa lent undir snemma leiks. Við vorum með öll tök á leiknum og komumst í 3-2. Síðan fáum við á okkur víti sem var algjör brandari; þetta á bara að vera hornspyrna, Siggi sparkar boltanum í horn og þess vegna eru vonbrigði að fá ekkert út úr þessum leik.“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 3-3 jafntefli við Fram í dag.


Lestu um leikinn: Fram 3 -  3 FH

Fékk Heimir einhverja útskýringu á dómnum sem hann var ósammála undir lok leiks?

Ég er ekkert búinn að tala við dómarann og þarf engar útskýringar frá mönnum. Ég þarf ekki að vera að berja niður klefa og hef aldrei gert. Þetta var bara rangur dómur, ósköp einfalt. Sérstaklega í ljósi þess að við vorum með góð tök á leiknum. Þetta átti bara að vera hornspyrna og þá hefðum við sennilega farið langt með þennan leik.

3-3 kannski ekki sanngjarnar lokatölur?

Nei það fannst mér ekki. En á móti kemur vorum við að fá á okkur mark eftir fast leikatriði og fáum á okkur mark eftir fyrirgjöf sem við vorum búnir að skoða mikið. Það þýðir ekkert fyrir mig að standa hérna og tala um góðan varnarleik þegar við fengum á okkur þrjú mörk. Það hefur verið vandamálið okkar í sumar. Frábært sóknarlið og skorum nóg af mörkum. Við þurfum að verja markið okkar betur ef við ætlum að fara hærra.

Björn Daníel fór meiddur af velli í fyrri hálfleik, hvernig er staðan á honum?

Ég á eftir að skoða það eftir viðtölin en hann fékk einhvern slínk sem ætti ekki að vera mikið og hann ætti að vera fljótur að jafna sig.

Það hlýtur að vera sérstaklega svekkjandi fyrir FH-inga að hafa tapað stigum í dag þar sem önnur lið í kringum þá unnu.

Við gátum tryggt þetta 4. sæti með sigri í dag og sett pressu á Val í leiðinni sem við gerðum ekki og misstum ÍA og Stjörnuna fram fyrir okkur. Taflan lýgur ekki og hefur aldrei gert.

Viðtalið við Heimi má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner