Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   mán 15. september 2025 13:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Langlægsti stigafjöldi toppliðsins fyrir tvískiptingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í fjórða sinn er Bestu deildinni, efstu deildinni í fótbolta, tvískipt eftir 22 leikja mót. Efri sex liðin spila fimm umferðir sín á milli og eins í neðri hlutanum.

Víkingur endar 22 leikja mótið með flest stig, 42, tveimur meira en Valur og Stjarnan.

Það er langlægsti stigafjöldi toppliðs deildarinnar frá því að auka fimm umferðum var bætt við mótið.

Hæsti stigafjöldinn var hjá Víkingi 2023, en þá tók liðið 59 stig úr leikjunum 22, ótrúlegur árangur. 2022 var Breiðablk með 51 stig og í fyrra voru bæði Víkingur og Breiðablik með 49 stig.

Tímabilið 2022 voru þrjú lið í deildinni með hærri stigafjöldi en Víkingur er með nú; KA og Víkingur voru með 43 stig á eftir Breiðabliki. 2023 var Valur með 45 stig í 2. sætinu.

Uppfært 14:15: Raunar er stigafjöldi Víkings lægsti stigafjöldi toppliðs eftir 22 umferðir frá því að fjölgað var í tólf liða deild fyrir tímabilið 2008. FH fékk 43 stig tímabilið 2016 sem var það lægsta fyrir árið í ár.

Það kemur í ljós í kvöld hversu fá stig neðsta liðið verður með í deildinni en neðstu tvö lið deildarinnar, ÍA og Afturelding, mætast innbyrðis klukkan 16:45.

Stigahæstu liðin eftir 22 leiki, 2022-25
Víkingur 2023 - 59 stig
Breiðablik 2022 - 51 stig
Víkingur 2024 - 49 stig
Breiðablik 2024 - 49 stig
Valur 2023 - 45 stig
Víkingur 2022 - 43 stig
KA 2022 - 43 stig
Víkingur 2025 - 42 stig
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 12 6 4 47 - 27 +20 42
2.    Valur 22 12 4 6 53 - 35 +18 40
3.    Stjarnan 22 12 4 6 43 - 35 +8 40
4.    Breiðablik 21 9 6 6 36 - 34 +2 33
5.    FH 22 8 6 8 41 - 35 +6 30
6.    Fram 22 8 5 9 32 - 31 +1 29
7.    KA 22 8 5 9 29 - 39 -10 29
8.    ÍBV 21 8 4 9 23 - 27 -4 28
9.    Vestri 22 8 3 11 23 - 28 -5 27
10.    KR 22 6 6 10 42 - 51 -9 24
11.    Afturelding 21 5 6 10 28 - 36 -8 21
12.    ÍA 21 6 1 14 23 - 42 -19 19
Athugasemdir
banner