Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fös 15. október 2021 12:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birnir í skýjunum: Víkingur er að styrkja sig með því að fá mig
Vil mikið vera með boltann í löppunum
Arnar Gunnlaugs og Birnir.
Arnar Gunnlaugs og Birnir.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Birnir skoraði sex mörk með HK í sumar.
Birnir skoraði sex mörk með HK í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Birnir Snær Ingason gekk í dag formlega í raðir Víkings en hann er keyptur til félagsins frá HK. Birnir skrifar undir tveggja ára samning við Víking.

Sjá einnig:
Segir að Birnir sé með klásúlu upp á 3,2 milljónir

Birnir var kynntur sem leikmaður Víkings í dag og ræddi hann við Fótbolta.net í kjölfarið.

„Ég er í skýjunum, þetta er geggjuð tilfinning að vera í Íslandsmeistaraliði. Það er frábært þótt HK tímarnir hafi verið mjög góðir en enduðu ekki vel, það voru vonbrigði. Það er geggjað að vera kominn til Víkings," sagði Birnir.

Tilkynnt var á fundinum að Víkingur hefði lengi fylgst með Birni og eins og frægt er orðið þá bauð Víkingur í Birni í sumar en fékk neitun frá HK. Ertu búinn að bíða lengi eftir því að komast í Víkingstreyjuna?

„Það má nú alveg segja það. Já og nei, mig langar að vera í liði sem berst um titla og ég held ég sé á réttum stað. Nei, ég var ekki beint ósáttur, auðvitað vill maður spila hjá liði sem er að berjast á toppnum en ég sá bara stöðuna sem HK var í og það var erfitt að hoppa frá félaginu í bullandi fallbaráttu."

„Mig langar að spila skemmtilegan bolta, vil halda boltanum og viðurkenni að ég vil mikið vera með boltann í löppunum. Víkingur spilar út frá markmanni, spilar með jörðinni og ég held það sé fullkomið fyrir mig."


Víkingur getur unnið tvennuna á morgun. Það verður erfitt að gera betur en að ná þeim árangri.

„Það verður mjög erfitt, þetta er besta liðið á landinu eins og er en það reyna allir að styrkja sig eftir hvert einasta tímabil. Íslandsmeistaraliðin þurfa líka að gera það og ég held þeir séu að gera það núna," sagði Birnir.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan
Athugasemdir
banner
banner