Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   fös 15. október 2021 12:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birnir í skýjunum: Víkingur er að styrkja sig með því að fá mig
Vil mikið vera með boltann í löppunum
Arnar Gunnlaugs og Birnir.
Arnar Gunnlaugs og Birnir.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Birnir skoraði sex mörk með HK í sumar.
Birnir skoraði sex mörk með HK í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Birnir Snær Ingason gekk í dag formlega í raðir Víkings en hann er keyptur til félagsins frá HK. Birnir skrifar undir tveggja ára samning við Víking.

Sjá einnig:
Segir að Birnir sé með klásúlu upp á 3,2 milljónir

Birnir var kynntur sem leikmaður Víkings í dag og ræddi hann við Fótbolta.net í kjölfarið.

„Ég er í skýjunum, þetta er geggjuð tilfinning að vera í Íslandsmeistaraliði. Það er frábært þótt HK tímarnir hafi verið mjög góðir en enduðu ekki vel, það voru vonbrigði. Það er geggjað að vera kominn til Víkings," sagði Birnir.

Tilkynnt var á fundinum að Víkingur hefði lengi fylgst með Birni og eins og frægt er orðið þá bauð Víkingur í Birni í sumar en fékk neitun frá HK. Ertu búinn að bíða lengi eftir því að komast í Víkingstreyjuna?

„Það má nú alveg segja það. Já og nei, mig langar að vera í liði sem berst um titla og ég held ég sé á réttum stað. Nei, ég var ekki beint ósáttur, auðvitað vill maður spila hjá liði sem er að berjast á toppnum en ég sá bara stöðuna sem HK var í og það var erfitt að hoppa frá félaginu í bullandi fallbaráttu."

„Mig langar að spila skemmtilegan bolta, vil halda boltanum og viðurkenni að ég vil mikið vera með boltann í löppunum. Víkingur spilar út frá markmanni, spilar með jörðinni og ég held það sé fullkomið fyrir mig."


Víkingur getur unnið tvennuna á morgun. Það verður erfitt að gera betur en að ná þeim árangri.

„Það verður mjög erfitt, þetta er besta liðið á landinu eins og er en það reyna allir að styrkja sig eftir hvert einasta tímabil. Íslandsmeistaraliðin þurfa líka að gera það og ég held þeir séu að gera það núna," sagði Birnir.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan
Athugasemdir
banner