Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
banner
   fös 15. október 2021 12:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birnir í skýjunum: Víkingur er að styrkja sig með því að fá mig
Vil mikið vera með boltann í löppunum
Arnar Gunnlaugs og Birnir.
Arnar Gunnlaugs og Birnir.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Birnir skoraði sex mörk með HK í sumar.
Birnir skoraði sex mörk með HK í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Birnir Snær Ingason gekk í dag formlega í raðir Víkings en hann er keyptur til félagsins frá HK. Birnir skrifar undir tveggja ára samning við Víking.

Sjá einnig:
Segir að Birnir sé með klásúlu upp á 3,2 milljónir

Birnir var kynntur sem leikmaður Víkings í dag og ræddi hann við Fótbolta.net í kjölfarið.

„Ég er í skýjunum, þetta er geggjuð tilfinning að vera í Íslandsmeistaraliði. Það er frábært þótt HK tímarnir hafi verið mjög góðir en enduðu ekki vel, það voru vonbrigði. Það er geggjað að vera kominn til Víkings," sagði Birnir.

Tilkynnt var á fundinum að Víkingur hefði lengi fylgst með Birni og eins og frægt er orðið þá bauð Víkingur í Birni í sumar en fékk neitun frá HK. Ertu búinn að bíða lengi eftir því að komast í Víkingstreyjuna?

„Það má nú alveg segja það. Já og nei, mig langar að vera í liði sem berst um titla og ég held ég sé á réttum stað. Nei, ég var ekki beint ósáttur, auðvitað vill maður spila hjá liði sem er að berjast á toppnum en ég sá bara stöðuna sem HK var í og það var erfitt að hoppa frá félaginu í bullandi fallbaráttu."

„Mig langar að spila skemmtilegan bolta, vil halda boltanum og viðurkenni að ég vil mikið vera með boltann í löppunum. Víkingur spilar út frá markmanni, spilar með jörðinni og ég held það sé fullkomið fyrir mig."


Víkingur getur unnið tvennuna á morgun. Það verður erfitt að gera betur en að ná þeim árangri.

„Það verður mjög erfitt, þetta er besta liðið á landinu eins og er en það reyna allir að styrkja sig eftir hvert einasta tímabil. Íslandsmeistaraliðin þurfa líka að gera það og ég held þeir séu að gera það núna," sagði Birnir.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan
Athugasemdir
banner
banner