Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 15. október 2021 12:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birnir í skýjunum: Víkingur er að styrkja sig með því að fá mig
Vil mikið vera með boltann í löppunum
Arnar Gunnlaugs og Birnir.
Arnar Gunnlaugs og Birnir.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Birnir skoraði sex mörk með HK í sumar.
Birnir skoraði sex mörk með HK í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Birnir Snær Ingason gekk í dag formlega í raðir Víkings en hann er keyptur til félagsins frá HK. Birnir skrifar undir tveggja ára samning við Víking.

Sjá einnig:
Segir að Birnir sé með klásúlu upp á 3,2 milljónir

Birnir var kynntur sem leikmaður Víkings í dag og ræddi hann við Fótbolta.net í kjölfarið.

„Ég er í skýjunum, þetta er geggjuð tilfinning að vera í Íslandsmeistaraliði. Það er frábært þótt HK tímarnir hafi verið mjög góðir en enduðu ekki vel, það voru vonbrigði. Það er geggjað að vera kominn til Víkings," sagði Birnir.

Tilkynnt var á fundinum að Víkingur hefði lengi fylgst með Birni og eins og frægt er orðið þá bauð Víkingur í Birni í sumar en fékk neitun frá HK. Ertu búinn að bíða lengi eftir því að komast í Víkingstreyjuna?

„Það má nú alveg segja það. Já og nei, mig langar að vera í liði sem berst um titla og ég held ég sé á réttum stað. Nei, ég var ekki beint ósáttur, auðvitað vill maður spila hjá liði sem er að berjast á toppnum en ég sá bara stöðuna sem HK var í og það var erfitt að hoppa frá félaginu í bullandi fallbaráttu."

„Mig langar að spila skemmtilegan bolta, vil halda boltanum og viðurkenni að ég vil mikið vera með boltann í löppunum. Víkingur spilar út frá markmanni, spilar með jörðinni og ég held það sé fullkomið fyrir mig."


Víkingur getur unnið tvennuna á morgun. Það verður erfitt að gera betur en að ná þeim árangri.

„Það verður mjög erfitt, þetta er besta liðið á landinu eins og er en það reyna allir að styrkja sig eftir hvert einasta tímabil. Íslandsmeistaraliðin þurfa líka að gera það og ég held þeir séu að gera það núna," sagði Birnir.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner