Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 16. janúar 2021 06:00
Victor Pálsson
Zidane biður aftur um þolinmæði
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, hefur enn og aftur beðið um þolinmæði þegar kemur að sóknarmanninum Eden Hazard.

Hazard lék með Real í 2-1 tapi gegn Athletic Bilbao í gær og er liðið úr leik í spænska bikarnum. Leikið var á Estadio La Rosaleda í Malaga.

Hazard hefur átt afar erfitt uppdráttar síðan hann samdi við Real frá Chelsea árið 2019 og hafa meiðsli sett stórt strik í reikninginn.

Zidane hefur nokkrum sinnum beðið stuðningsmenn um að sýna þolinmæði og gerði það aftur eftir tapið í gær.

„Þú verður að sýna þolinmæði, það sem þú þarft er að skora mark. Þolinmæðin mikilvæg," sagði Zidane.

„Liðið hefur reynt. Þú þarft að fletta á næstu blaðsíðu og halda áfram. Við megum ekki missa hausinn."

„Ég held að fólk sé ekki orðið þreytt á honum. Það þarf að sýna honum þolinmæði. Þetta var ekki bara Eden í dag. Við byrjuðum illa en gerðum vel í seinni hálfleik."

Athugasemdir
banner
banner
banner