Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   sun 16. febrúar 2020 17:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Aston Villa átti ekki skilð að tapa
Mourinho mætti til leiks með nýja hárgreiðslu.
Mourinho mætti til leiks með nýja hárgreiðslu.
Mynd: Getty Images
„Mér fannst við eiga sigurinn skilið, en mér fannst þeir ekki eiga skilið að tapa. Þeir spiluðu til að vinna," sagði Jose Mourinho, stjóri Tottenham, eftir dramatískan sigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.

Tottenham vann 3-2, en Son Heung-min skoraði sigurmarkið seint í uppbótartímanum eftir slæm mistök Björn Engels.

Toby Alderweireld, varnarmaður Tottenham, skoraði í rétt mark og vitlaust mark í leiknum. Mourinho segir hann hafa skorað þrjú mörk.

„Á fyndinn hátt þá myndi ég segja að hann haf skorað þrjú mörk: sjálfsmarkið, þegar hann skoraði í rétt mark og þegar hann tapaði einvíginu gegn Engels," sagði Mourinho en Alderweireld eignaðist barn í síðustu viku.

Fimmta sætið í deildinni gefur nú sæti í Meistaradeildinni þar sem Manchester City var í síðustu viku dæmt í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum.

„Það opnast gluggi fyrir mörg lið, ekki bara okkur. Arsenal, Everton, Sheffield United, Wolves... allir telja sig eiga möguleika," sagði Mourinho.
Athugasemdir
banner
banner