Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
   sun 16. mars 2025 14:15
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Mikael átti flottan leik í markalausu jafntefli gegn lærisveinum Conte
Mynd: EPA
Venezia 0 - 0 Napoli

Fallbaráttulið Venezia náði í óvænt markalaust jafntefli gegn titilbaráttuliði Napoli er liðin áttust við í Seríu A á Ítalíu í dag.

Napoli hefur spilað frábæran fótbolta undir Antonio Conte á tímabilinu en tókst ekki að nýta sér fjölmörg færi sín að marki og gátu Venezia-menn þakkað rúmenska markverðinum Ionut Radu fyrir.

Hann varði nokkur góð færi frá Scott McTominay og síðan aftur frá Romelu Lukaku á meðan Amir Rrahmani tókst að bjarga á línu hinum megin á vellinum í fyrri hálfleik.

Ekki tókst liðunum að finna netmöskvana í þetta sinn og markalaust jafntefli niðurstaðan.

Mikael Egill var með bestu mönnum Venezia með 7,2 í einkunn á FotMob en það var Radu sem tók verðlaunin sem maður leiksins með sjö vörslur og 9 í einkunn.

Bjarki Steinn Bjarkason var á bekknum hjá Venezia en kom ekki við sögu.

Napoli jafnar Inter að stigum á toppnum á meðan Venezia er áfram í næst neðsta sæti með 20 stig, fimm stigum frá öruggu sæti.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 21 8 4 72 32 +40 71
2 Napoli 33 21 8 4 52 25 +27 71
3 Atalanta 33 19 7 7 66 30 +36 64
4 Bologna 33 16 12 5 52 37 +15 60
5 Juventus 32 15 14 3 49 30 +19 59
6 Roma 33 16 9 8 48 32 +16 57
7 Lazio 32 16 8 8 53 43 +10 56
8 Fiorentina 32 15 8 9 49 32 +17 53
9 Milan 33 14 9 10 51 38 +13 51
10 Torino 32 9 13 10 36 37 -1 40
11 Udinese 32 11 7 14 36 46 -10 40
12 Como 33 10 9 14 43 48 -5 39
13 Genoa 32 9 12 11 29 38 -9 39
14 Verona 33 9 5 19 30 60 -30 32
15 Cagliari 32 7 9 16 32 47 -15 30
16 Parma 32 5 13 14 37 51 -14 28
17 Lecce 33 6 8 19 23 55 -32 26
18 Venezia 33 4 13 16 27 46 -19 25
19 Empoli 33 4 13 16 26 52 -26 25
20 Monza 33 2 9 22 25 57 -32 15
Athugasemdir
banner