Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 16. apríl 2021 18:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tvær íslenskar á meðal þeirra bestu - Glódís sú mikilvægasta?
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Getty Images
Úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð byrjar að rúlla um helgina og það eru fjölmargir Íslendingar í deildinni.

Diljá Ýr Zomers spilar með ríkjandi meisturum Häcken, Glódís Perla Viggósdóttir er lykilmaður í vörn Rosengård og með Kristianstad spila Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir. Elísabet Gunnarsdóttir og Björn Sigurbjörnsson eru þá þjálfarar Kristianstad.

Berglind Rós Ágústsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru í Örebro, Andrea Mist Pálsdóttir í Vaxjö, Hlín Eiríksdóttir í Piteå, Guðrún Arnardóttir í Djurgården og Hallbera Guðný Gísladóttir í AIK.

Fotbollskanalen birti í dag lista sinn yfir 32 bestu leikmenn deildarinnar. Þar komast tvær íslenskar inn.

Hin 19 ára gamla Sveindís Jane er í 23. sæti listans þrátt fyrir að hafa ekki enn spilað leik í deildinni. Hún er á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku eftir að hafa verið besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar í fyrra.

Glódís Perla er í 20. sæti listans en hún er 25 ára gömul og hefur spilað í Svíþjóð frá 2015, fyrst með Eskilstuna og svo með Rosengård.

Kristoffer Bergström, pistlahöfundur Aftonbladet telur að Glódís sé meðal þeirra leikmanna sem geti orðið sú besta í deildinni, eða sú mikilvægasta eins og það er orðað. Hann telur að Rosengård verði meistari.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner