„Okkur líður frábærlega. Ég er ótrúlega stoltur," sagði John Andrews, þjálfari Víkings, eftir sigur í spennandi vítaspyrnukeppni gegn Val á Hlíðarenda í Meistarakeppni KSÍ í kvöld.
Lestu um leikinn: Valur 5 - 6 Víkingur R.
„Við vorum að spila gegn líklega besta liði landsins og við stóðum upp gegn þeim."
„Valur spilaði mjög vel gegn okkur í seinni hálfleik, en það var svo mikið hjarta í liðinu og þær skemmtu sér að vinna erfiðisvinnuna. Ég er svo stoltur.''
„Ég held að ég hafi síðast unnið hérna 2012 og það var með öðru liði. Það var frábært að koma hingað aftur og taka með okkur gullverðlaun, en alvöru vinnan hefst um helgina gegn Stjörnunni.''
John var spurður út í hvort hann hafi verið stressaður fyrir vítaspyrnukeppnina.
„Ég var alls ekki stressaður. Þetta hafði ekkert með mig að gera. Katla átti tvær frábærar vörslur og stelpurnar náðu að skora úr sínum vítum. Það voru mikil gæði í vítunum frá báðum liðum."
Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir