Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   þri 16. apríl 2024 22:34
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Araújo fékk beint rautt spjald
Mynd: Getty Images
Xavi Hernández, þjálfari Barcelona, var bálreiður eftir stórt tap á heimavelli gegn PSG í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Barca er úr leik í keppninni eftir þetta tap, en liðið leiddi viðureignina samanlagt 4-2 á heimavelli.

Hlutirnir breyttust þegar Ronald Araújo fékk beint rautt spjald fyrir brot sem aftasti varnarmaður og réðu tíu Börsungar engan veginn við gestina frá París, sem enduðu á að skora fjögur mörk á Nývangi.

Xavi var ósáttur með rauða spjaldið og gagnrýndi dómara leiksins harðlega að leikslokum. Eins og sést hér fyrir neðan er brotið klaufalegt, en snertingin frá Araujo er ekki mikil.

Sjáðu atvikið
Athugasemdir
banner
banner
banner