Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   þri 16. apríl 2024 15:00
Innkastið
Telja raunhæft að Aron Einar komi heim í Þór í sumar
Lengjudeildin
Aron hefur alltaf talað um að hann ætli sér að klára ferilinn með Þór.
Aron hefur alltaf talað um að hann ætli sér að klára ferilinn með Þór.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í Innkastinu var rætt um þær sögusagnir að landsliðsgoðsögnin Aron Einar Gunnarsson gæti snúið aftur heim og spilað með Þór í Lengjudeildinni í sumar.

Aron verður 35 ára í næstu viku en samningur hans við Al-Arabi rennur út eftir tímabilið. Hann hefur afar lítið spilað fyrir liðið á þessu tímabili vegna meiðsla og þá var hann ekki skráður í leikmannahópinn vegna útlendingakvóta.

Sögusagnir eru um að Aron gæti komið í Þór í sumarglugganum.

„Það vissi enginn að hann væri að snúa aftur en svo vann hann bikar," segir Elvar Geir Magnússon í þættinum en Aron spilaði í 1-0 sigri gegn Sharjah í úrslitaleik Ofurbikars Katar og Sameinuðu arabísku furstadæmanna á föstudag.

Sæbjörn Steinke, sem er stuðningsmaður Þórs, segist allavega viss um að Aron fari í Þór ef hann kemur heim í íslenska boltann.

„Ef hann kemur heim þá fer hann í Þór. Hann er örugglega í skrítinni stöðu núna, það er ekki mikið eftir af tímabilinu en vonandi fær hann að spila meira með liðinu sínu. Hvaða lið er að fara að taka sénsinn á honum?"

Er það raunhæft að Aron spili með Þór í sumar?

„Jájá, klárlega raunhæft," segir Sæbjörn og Valur Gunnarsson er sammála því.

„Það væri áhugavert að fá hann heim í Lengjudeildina. Það væri gaman að fá stjörnur heim í Lengjudeildina eins og í Bestu deildina," segir Valur.

Aron hefur alltaf talað um að hann ætli sér að klára ferilinn með Þór. Þórsarar eru stórhuga fyrir komandi tímabil, Sigurður Höskuldsson stýrir liðinu og markmiðið er að komast upp í Bestu deildina í sumar.
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner