Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 16. maí 2019 18:20
Stefán Marteinn Ólafsson
Byrjunarlið HK og ÍBV: BBB snýr aftur og Veloso ver mark ÍBV
Björn Berg Bryde snýr aftur í lið HK eftir að hafa ekki mátt spila við Stjörnuna
Björn Berg Bryde snýr aftur í lið HK eftir að hafa ekki mátt spila við Stjörnuna
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Rafael Veloso er í marki ÍBV.
Rafael Veloso er í marki ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK og ÍBV eigast við í Kórnum á eftir. Leikurinn hefst klukkan 18:45.

Það má búast við hörku leik nú í kvöld þegar þessi lið mætast en bæði þessi lið eru á eftir sínum fyrsta sigri í Pepsi Max deild karla þetta sumarið.

HK heimsótti Samsung völlinn í síðustu umferð þar sem Stjörnumenn tóku á móti þeim en það voru Garðbæingar sem fóru með sigur af hólmi þar 1-0

ÍBV fékk Grindvíkinga í heimsókn en þar náðu Eyjamenn í sín fyrstu stig þegar þeir gerðu 2-2 jafntefli á Hásteinsvelli. Það verður því fróðlegt að sjá hvað gerist í dag.

Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér að neðan.

Björn Berg Bryde snýr aftur í lið HK í kvöld eftir að hafa ekki mátt spila gegn Stjörnunni. Hann er í láni frá Stjörnunni. Hjá ÍBV er Rafael Veloso í markinu. Pedro Hipolito, þjálfari ÍBV, hefur verið að skipta honum á Haldóri Páli Geirssyni á milli leikja.

Byrjunarlið HK:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
3. Hörður Árnason
4. Leifur Andri Leifsson (f)
6. Birkir Valur Jónsson
7. Ásgeir Marteinsson
8. Máni Austmann Hilmarsson
9. Brynjar Jónasson
11. Ólafur Örn Eyjólfsson
16. Emil Atlason
18. Atli Arnarson
24. Björn Berg Bryde

Byrjunarlið ÍBV:
93. Rafael Veloso (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
3. Matt Garner (f)
8. Priestley Griffiths
10. Guðmundur Magnússon
17. Jonathan Glenn
20. Telmo Castanheira
26. Felix Örn Friðriksson
38. Víðir Þorvarðarson
73. Gilson Correia
92. Diogo Coelho

Beinar textalýsingar:
18:45 HK - ÍBV
19:15 Grindavík - KR
19:15 Fylkir - Valur
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner