Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 16. maí 2022 12:30
Elvar Geir Magnússon
Neitaði að spila í treyju með regnbogalitunum
Idrissa Gueye.
Idrissa Gueye.
Mynd: Getty Images
Idrissa Gueye, senegalskur miðjumaður Paris Saint-Germain, spilaði ekki í 4-0 sigurleik gegn Montpellier á laugardag þar sem hann vildi ekki spila í treyju sem var með númerið í regnbogalitunum.

Leikmenn í frönsku deildinni sýndu baráttu hinsegin fólks stuðning um helgina á alþjóðlegum degi gegn fordómum gagnvart fólki sem ekki er gagnkynhneigt.

Mauricio Pochettino, stjóri PSG, sagði á fréttamannafundi að Gueye væri fjarverandi af persónulegum ástæðum.

Franskir fjölmiðlar hafa svo greint frá því að Gueye hafi neitað því að spila í treyju í regnbogalitunum en á síðasta ári missti hann einnig af leik af sömu ástæðu.

Frönsk samtök gegn fordómum gagnvart samkynhneigðum í íþróttum, Rouge Direct, hefur kallað eftir því að franska deildin refsi Gueye. Hommafóbía sé ekki val heldur glæpur.

Gueye er strangtrúaðir múslimi og deilir oft trúarlegum skilaboðum á samfélagsmiðlum. Í sumum íslömskum ríkjum, þar á meðal Senegal, er litið á samkynhneigð sem glæp.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner