Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   mán 16. maí 2022 21:52
Brynjar Ingi Erluson
Siggi Höskulds: Ég trúi ekki að við höfum tapað þessum leik
Sigurður Heiðar Höskuldsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var augljóslega svekktur og skildi ekkert í frammistöðunni í 2-1 tapinu gegn Fram í Bestu deildinni á Domusnova vellinum í Breiðholti.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Fram

Leiknismenn komu sér í fínustu færi í leiknum en það voru hins vegar Framarar sem tóku forystuna á 11. mínútu í gegnum Fred Saraiva.

Heimamenn fengu færin til að jafna en jöfnunarmarkið kom ekki fyrr en um miðjan síðari hálfleikinn. Emil Berger gerði áður en Guðmundur Magnússon gerði sigurmarkið fyrir gestina.

Leiknir hefur ekki enn unnið leik í deildinni í sumar og átti Sigurður erfitt með að skilja það sem gerðist.

„Ég trúi því ekki að við höfum tapað þessum leik. Trúi ekki að við höfum klúðrað þessum færum og trúi ekki að við höfum ekki verið betri í lykilmómentum. Ég er ógeðslega svekktur og svekktur með liðið og svekktur með þennan dag."

„Já, ekki bara það. Við erum ofboðslega lélegir einn á einn, bæði á boltanum og að verjast. Við stjórnuðum þessum leik alveg og mér fannst miklu meiri andi í okkur í návígum og skallaeinvígum og svoleiðis en gæðaleysi sem að við hittum ekki fimm metra sendingar trekk í trekk í trekk. Ofboðslega asnalegir í leiknum okkar þegar við vorum að verjast einn á einn og í þessum stöðum þegar þeir skora."

„Ég vona ekki, við þurfum að halda áfram og svekkja okkur aðeins á þessu og svo áfram gakk

„Mér fannst hausinn alveg í lagi. Mér fannst við mikið betri, stjórna leiknum, en svo eru þessar lykilsendingar, úrslitasendingar, vorum að sparka boltanum útaf þegar við vorum að senda á hvorn annan í svona lykilmómentum og þessi færi. Það er það sem svekkir mig, ekkert að hausnum á mönnum. Ég skil ekki alveg þennan leik í dag,"
sagði Sigurður.
Athugasemdir
banner
banner
banner