Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   mán 16. maí 2022 21:52
Brynjar Ingi Erluson
Siggi Höskulds: Ég trúi ekki að við höfum tapað þessum leik
Sigurður Heiðar Höskuldsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var augljóslega svekktur og skildi ekkert í frammistöðunni í 2-1 tapinu gegn Fram í Bestu deildinni á Domusnova vellinum í Breiðholti.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Fram

Leiknismenn komu sér í fínustu færi í leiknum en það voru hins vegar Framarar sem tóku forystuna á 11. mínútu í gegnum Fred Saraiva.

Heimamenn fengu færin til að jafna en jöfnunarmarkið kom ekki fyrr en um miðjan síðari hálfleikinn. Emil Berger gerði áður en Guðmundur Magnússon gerði sigurmarkið fyrir gestina.

Leiknir hefur ekki enn unnið leik í deildinni í sumar og átti Sigurður erfitt með að skilja það sem gerðist.

„Ég trúi því ekki að við höfum tapað þessum leik. Trúi ekki að við höfum klúðrað þessum færum og trúi ekki að við höfum ekki verið betri í lykilmómentum. Ég er ógeðslega svekktur og svekktur með liðið og svekktur með þennan dag."

„Já, ekki bara það. Við erum ofboðslega lélegir einn á einn, bæði á boltanum og að verjast. Við stjórnuðum þessum leik alveg og mér fannst miklu meiri andi í okkur í návígum og skallaeinvígum og svoleiðis en gæðaleysi sem að við hittum ekki fimm metra sendingar trekk í trekk í trekk. Ofboðslega asnalegir í leiknum okkar þegar við vorum að verjast einn á einn og í þessum stöðum þegar þeir skora."

„Ég vona ekki, við þurfum að halda áfram og svekkja okkur aðeins á þessu og svo áfram gakk

„Mér fannst hausinn alveg í lagi. Mér fannst við mikið betri, stjórna leiknum, en svo eru þessar lykilsendingar, úrslitasendingar, vorum að sparka boltanum útaf þegar við vorum að senda á hvorn annan í svona lykilmómentum og þessi færi. Það er það sem svekkir mig, ekkert að hausnum á mönnum. Ég skil ekki alveg þennan leik í dag,"
sagði Sigurður.
Athugasemdir
banner
banner