Jón Aðalsteinn Kristjánsson, þjálfari Fylkis, var gríðarlega vonsvikinn eftir 5-0 tap gegn ÍBV fyrr í kvöld. Hann vildi lítið spjalla við fréttaritara en sagði margt hafa farið úrskeiðis og að þeir væri að vinna í að styrkja liðið.
Lestu um leikinn: Fylkir 0 - 5 ÍBV
„Það klikkaði ansi mikið en ég ætla kannski ekki að fara að þylja allt upp hérna."
Fylkir er með gríðarlega ungan leikmannahóp en þó nokkrar ungar og efnilegar stelpur spiluðu í dag, m.a. Ída Marín Hermannsdóttir sem er ekki nema 15 ára gömul.
„Við erum að vinna að því að styrkja okkur bæði inn á við og út á við og klárlega þá gerum við eitthvað."
Fylkir vermir 9. sæti Pepsi-deildarinnar með fjögur stig eftir átta leiki.
Athugasemdir
























