Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 16. júní 2021 15:44
Ívan Guðjón Baldursson
Brighton hafnaði 40 milljónum frá Arsenal fyrir Ben White
Mynd: Getty Images
Sky Sports greinir frá því að Brighton hafi hafnað 40 milljón punda tilboði Arsenal í miðvörð sinn, Ben White.

White hefur verið afar eftirsóttur undanfarið ár og ljóst að Brighton vill ekki missa lykilmann úr varnarlínunni sinni.

Hinn 23 ára gamli White er í landsliðshópi Englands á Evrópumótinu og lítur Mikel Arteta á hann sem lausn á einum stærsta vanda sem Arsenal hefur glímt við undanfarin ár - varnarlínunni.

Arsenal vantar sterkan miðvörð en félagið hefur verið í bullandi vandræðum og róterað miklum fjölda miðvarða án þess að finna rétta parið. Síðasta leiktíð var þó óvenju góð varnarlega þar sem Arsenal fékk lítið af mörkum á sig. Sóknarleikurinn var aftur á móti ekki uppá marga fiska og missti liðið af Evrópusæti.

White myndi berjast við menn á borð við Pablo Mari, Calum Chambers, Gabriel og Rob Holding um byrjunarliðssæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner