Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
   mið 16. júlí 2025 15:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Laurits Nörby til Fjölnis (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fjölnir
Fótbolti.net greindi frá því á mánudag að Fjölnir væri að sækja danska miðvörðinn Laurits Nörby en hann var á þeim tímapunkti búinn að æfa með liðinu.

Fjölnir tilkynnti svo rétt í þessu um komu hans. Nörby er tvítugur danskur miðvörður sem kemur frá Hobro í dönsku B-deildinni.

Fjölnir er í harðri fallbaráttu í Lengjudeildinni og þurfti að fá inn mann þar sem Brynjar Gauti Guðjónsson glímir við meiðsli og Þengill Orrason er á leið til Bandaríkjanna í háskólanám.

Fjölnir er stigi frá öruggu sæti þegar tíu umferðir eru eftir af deildinni. Fjölnir heimsækir Keflavík á föstudag og ef allt gengur eftir verður Laurits kominn með leikheimild fyrir þann leik.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 12 7 4 1 21 - 8 +13 25
2.    Njarðvík 12 6 6 0 30 - 12 +18 24
3.    HK 12 7 3 2 24 - 13 +11 24
4.    Þróttur R. 12 6 3 3 23 - 20 +3 21
5.    Þór 12 6 2 4 28 - 19 +9 20
6.    Keflavík 12 5 3 4 25 - 18 +7 18
7.    Grindavík 12 4 2 6 28 - 36 -8 14
8.    Völsungur 12 4 2 6 18 - 27 -9 14
9.    Fylkir 12 2 4 6 16 - 20 -4 10
10.    Selfoss 12 3 1 8 13 - 25 -12 10
11.    Fjölnir 12 2 3 7 14 - 27 -13 9
12.    Leiknir R. 12 2 3 7 12 - 27 -15 9
Athugasemdir
banner