Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. september 2019 19:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rússland: Ragnar spilaði er Rostov fór upp á meðal efstu liða
Ragnar Sigurðsson.
Ragnar Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn í vörninni hjá Rostov þegar liðið lagði Akhmat Grozny að velli.

Odise Roshi, sem kom inn á sem varamaður þegar Albanía vann 4-2 sigur á Íslandi í síðustu viku, kom Akhmat Grozny yfir á 19. mínútu úr vítaspyrnu. Gestirnir í Grozny voru yfir í hálfleik.

Rostov byrjaði seinni hálfleikinn vel og jafnaði á 54. mínútu leiksins. Tíu mínútum eftir jöfnunarmarkið komst Rostov svo yfir, 2-1. Rostov komst yfir á 64. mínútu, en tveimur mínútum áður missti Grozny mann af velli með rautt spjald.

Þar við sat, mörkin urðu ekki fleiri og 2-1 sigur Rostov því staðreynd.

Með þessum sigri fer Rostov upp að hlið Zenit og Krasnodar á toppi deildarinnar. Öll liðin eru með 20 stig eftir níu leiki.

Björn Bergmann Sigurðarson var ekki í leikmannahópi Rostov í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner