Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 16. september 2021 11:41
Elvar Geir Magnússon
Kári Árna að taka við sem yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi
Á leið á skrifstofu Víkings.
Á leið á skrifstofu Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já mér skilst að viðræður séu komnar mjög langt með að hann taki við sem yfirmaður fótboltamála. Svo sannarlega verðum við að halda þessum 'epic' leikmönnum sem hafa þjónað klúbbnum og það væri frábært ef hann tekur slaginn áfram með okkur," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, þegar hann var spurður út í þær fréttir að Kári Árnason yrði gerður að yfirmanni fótboltamála hjá Víkingi.

Kári hefur gefið í skyn að hann leggi skóna líklega á hilluna eftir tímabilið, eftir glæstan feril, en hann verður 39 ára í október.

Kristján Óli Sigurðsson sagði frá því í Harmageddon á X977 að Kári væri að fara í þessa stöðu og Arnar staðfesti í gær að það væri nánast frágengið.

Þetta verður ný staða innan Víkings og segir Arnar að þetta sé rétta skrefið fyrir félagið til að bæta sig.

„Ég talaði um það eftir bikarúrslitaleikinn að sofna ekki á verðinum. Mögulega gerðum við það aðeins í fyrra en við megum ekki gera sömu mistök aftur. Nú er tímapunkturinn til að gefa aðeins í, það er meðbyr í klúbbnum. Ekki slaka á," sagði Arnar í viðtali eftir að Víkingur vann 1-0 útisigur gegn Fylki í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í gær.

Kári hafði fyrr á árinu lýst því yfir að hann hefði áhuga á starfi yfirmanns fótboltamála hjá KSÍ, eftir að Arnar Þór Viðarsson tók við landsliðsþjálfarastarfið.
Arnar Gunnlaugs: Þakka Ingvari fyrir að við erum áfram í keppninni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner