Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fim 16. september 2021 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Sama hversu gömul hún verður eða hversu mörg börn hún á"
Icelandair
Sif Atladóttir á landsliðsæfingu haustið 2019
Sif Atladóttir á landsliðsæfingu haustið 2019
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla og Gunnhildur á landsliðsæfingu í júní. Stutt í gamanið hjá Glódísi.
Glódís Perla og Gunnhildur á landsliðsæfingu í júní. Stutt í gamanið hjá Glódísi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sif Atladóttir er mætt aftur í íslenska landsliðið í fyrsta sinn síðan árið 2019. Sif er varnarmaður hjá Kristianstad og hefur verið frá þar sem hún eignaðist sitt annað barn.

Íslenska liðið á leik gegn Hollandi á þriðjudaginn á heimavelli. Tveir leikmenn voru til viðtals á Teams-fréttamannafundi í dag og voru þær báðar spurðar út í Sif.

Sú fyrri, fyrirliðiði liðsins Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, var spurð hvernig væri að fá Sif aftur inn í hópinn.

„Það er geggjað fyrir mig, þá er ég ekki með þeim elstu í hópnum - nei ég segi nú bara svona," sagði Gunnhildur á léttu nótunum.

„Hún er algjör leiðtogi, er búin að vera í þessu landsliði lengi og kemur með mikla reynslu. Það er alltaf gott að fá þannig leikmenn inn."

„Það góða við þennan hóp að þetta er blanda af reynslumiklum leikmönnum og ungum stelpum sem eru rosa efnilegar og hungraðar. Mér finnst þetta geggjaður hópur og hópur sem getur náð langt."


Glódís Perla Viggósdóttir fékk sömu spurningu. „Sif er reynslubolti og ég finn strax þegar hún kemur inn, þar sem hún spilar nálægt mér á vellinum, að hún talar mikið."

„Hún veit mikið um fótbolta, er klár inn á fótboltanum og það er alltaf gott að spila með Sif við hliðina á sér. Hún talar mikið og hjálpar öðrum. Mér finnst það alltaf vera plús við leikmenn þegar þeir eru svoleiðis."

„Það augljósa er svo það að hún er reynslubolti, hefur spilað við öll þessi lið og farið í gegnum þetta allt saman áður. Það er eitthvað sem ekki er hægt að taka frá henni, sama hversu gömul hún verður eða hversu mörg börn hún á,"
sagði Glódís aftur á léttu tónunum.

Sjá einnig:
Mætt aftur eftir tveggja ára fjaveru - „Sif er á góðum stað"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner